Tvö félög samþykktu ekki bann á neyðarfundi enskra úrvalsdeildarfélaga Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 10:01 Það er nóg til hjá Newcastle eftir yfirtöku Sádi Araba og stuðningsmenn félagsins eru margir glaðbeittir eftir mögur ár í eigendatíð Mike Ashley. Getty/Ian MacNicol Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu í kosningu að banna félögunum 20 í deildinni tímabundið að gera auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum félaganna. Tvö félög samþykktu ekki tillöguna. Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira