Hraðamyndavélar teknar í notkun í kjölfar fjölda slysa Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 10:45 Búið var að setja myndavélarnar upp í vor. Samsett Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun á Hörgárbraut á Akureyri í dag en vegarkaflinn tilheyrir Þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum bæinn. Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina. Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina.
Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10
„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05
Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47
Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35