Hundruð enn í fangelsi eftir mótmælin á Kúbu í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 12:09 Svartklæddir liðsmenn öryggissveita kúbversku kommúnistastjórnarinnar í eftirlitsferð um Havana eftir fjölmenn mótmæli þar í júlí. Hundruð manna voru handtekin í kjölfar þeirra. Vísir/Getty Kommúnistastjórnin á Kúbu heldur enn hátt í fimm hundruð manns í fangelsi af þeim rúmlega þúsund sem voru handteknir á mótmælum gegn stjórnvöldum í sumar. Mannréttindasamtök segja að fangarnir sæti ýmis konar harðræði. Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“. Kúba Mannréttindi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“.
Kúba Mannréttindi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira