Vilja gróðurbrýr sem víðast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 14:42 Vinstra megin á myndinni sést ásýnd Kringlumýrarbrautar eins og hún er í dag. Til hægri má sjá eina af tillögunum að vistloki yfir brautina, sem tengir Leitin og Hlíðarnar með gróðurbrú. Aðsend Vistlok eða gróðurbrýr svokallaðar eru meðal tillagna sem kynntar hafa verið fyrir íbúum í Háaleitis- og Bústaðahverfis. Tillögurnar eru hluti af fyrirhuguðum róttækum breytingum á hverfinu en skiptar skoðanir eru uppi um sumar tillagnanna. Vistlokin voru kynnt stuttlega á íbúafundi sem fór fram fyrir íbúa hverfisins í Réttarholtsskóla síðastliðinn fimmtudag. Um er að ræða brýr yfir miklar umferðaæðar sem þaktar eru gróðri og göngustígum. Til að mynda er lagt til að slík brú verði reist yfir Kringlumýrarbraut, sem tengja myndi hverfið austan brautarinnar við Veðurstofuhæð, eða Litlu-Öskjuhlíð eins og hún er einnig þekkt. Ljóst er af kynningarmyndum af slík vistbrú myndi gjörbreyta ásýnd svæðisin og tengingu Hlíða við Leitin. Tvær útgáfur hafa verið kynntar og er önnur þeirra talsvert stærri og fyrirferðarmeiri en hin. Svipaðar hugmyndir voru kynntar í hverfinu árið 2016 þar sem lagt var til að svona brýr yrðu byggðar ofan á Miklubraut frá Kringlu að Grensásvegi. Tillögurnar sem liggja nú fyrir um hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaði byggja á hugmyndum sem komið hafa frá íbúum hverfisins og sérfræðiráðgjöfum borgarinnar. Íbúar geta nú sent inn skoðanir og umsagnir. Annar fundur verður haldinn í Réttarholtsskóla á fimmtudaginn þar sem einblínt verður á hverfisskipulag og verður fjallað nánar um vistlokin þar. Auk þessara tillaga eru nokkrar sem hafa skapað mikla umræðu á Facebook-hópum hverfisins. Þar á meðal má nefna tillögu um að reisa meðfram Bústaðavegi sautján tveggja hæða hús, þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæð og atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Líflegar umræður hafa skapast um tillöguna á Facebook-vettvangi hverfisins þar sem einn íbúa blés til kosningar um hvað fólki þyki um tillöguna. Eins og staðan er nú hafa um það bil 90 prósent, sem tekið hafa þátt í kosningunni, sagst neikvæðir fyrir nýrri byggð við Bústaðaveg. Reykjavík Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Vistlokin voru kynnt stuttlega á íbúafundi sem fór fram fyrir íbúa hverfisins í Réttarholtsskóla síðastliðinn fimmtudag. Um er að ræða brýr yfir miklar umferðaæðar sem þaktar eru gróðri og göngustígum. Til að mynda er lagt til að slík brú verði reist yfir Kringlumýrarbraut, sem tengja myndi hverfið austan brautarinnar við Veðurstofuhæð, eða Litlu-Öskjuhlíð eins og hún er einnig þekkt. Ljóst er af kynningarmyndum af slík vistbrú myndi gjörbreyta ásýnd svæðisin og tengingu Hlíða við Leitin. Tvær útgáfur hafa verið kynntar og er önnur þeirra talsvert stærri og fyrirferðarmeiri en hin. Svipaðar hugmyndir voru kynntar í hverfinu árið 2016 þar sem lagt var til að svona brýr yrðu byggðar ofan á Miklubraut frá Kringlu að Grensásvegi. Tillögurnar sem liggja nú fyrir um hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaði byggja á hugmyndum sem komið hafa frá íbúum hverfisins og sérfræðiráðgjöfum borgarinnar. Íbúar geta nú sent inn skoðanir og umsagnir. Annar fundur verður haldinn í Réttarholtsskóla á fimmtudaginn þar sem einblínt verður á hverfisskipulag og verður fjallað nánar um vistlokin þar. Auk þessara tillaga eru nokkrar sem hafa skapað mikla umræðu á Facebook-hópum hverfisins. Þar á meðal má nefna tillögu um að reisa meðfram Bústaðavegi sautján tveggja hæða hús, þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæð og atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Líflegar umræður hafa skapast um tillöguna á Facebook-vettvangi hverfisins þar sem einn íbúa blés til kosningar um hvað fólki þyki um tillöguna. Eins og staðan er nú hafa um það bil 90 prósent, sem tekið hafa þátt í kosningunni, sagst neikvæðir fyrir nýrri byggð við Bústaðaveg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira