Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Svanur Guðmundsson skrifar 20. október 2021 07:01 Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun