Aðför að villtum dýrum á Íslandi Valgerður Árnadóttir skrifar 20. október 2021 10:00 Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Valgerður Árnadóttir Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun