Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 10:28 Þessar myndir af óinnsigluðum atkvæðum í talningarsalnum birtust á Instagram. Instagram Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25