Viðskipti innlent

Hlé gert á á­ætlunar­flugi til Ís­lands vegna kröfu um Co­vid-próf

Eiður Þór Árnason skrifar
Stjórnendur SAS í Noregi hafa skorið niður flugætlunina til Íslands. 
Stjórnendur SAS í Noregi hafa skorið niður flugætlunina til Íslands.  EPA/MAURITZ ANTIN

Bólusettir Norðmenn geta nú ferðast til langflestra landa Evrópu án þess að þurfa framvísa neikvæðu Covid-19 prófi. Ísland er þar undanskilið og hafa stjórnendur SAS tekið ákvörðun um að gera hlé á frekara áætlunarflugi frá Noregi til Íslands vegna þessa.

Þetta hefur miðilinn Túristi eftir talsmanni flugfélagsins sem bætir við að vetraráætlun SAS geri aðeins ráð fyrir nokkrum ferðum frá Ósló til Íslands í kringum jól og áramót. Áætlunarflugi til Íslands frá Kaupmannahöfn verður þó haldið áfram. 

Bólusettir ferðamenn frá Bretlandi og ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins mega nú koma til Noregs án þess að framvísa Covid-prófi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×