Reiknar með að Lukaku og Werner verði frá í allavega nokkra daga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 23:01 Tuchel og Lukaku eftir að síðarnefndi þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Marc Atkins/Getty Images Romelu Lukaku og Timo Werner fóru báðir meiddir af velli í 4-0 sigri Chelsea á Malmö í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þjálfari Chelsea telur að framherjarnir verði báðir frá í nokkra daga hið minnsta. „Við vildum þrjú stig og við vildum að þau yrði verðskulduð. Við náðum báðum markmiðum. Við spiluðum af miklum ákafa, við ætlumst til þess og svið spiluðum frábærlega þangað til staðan var orðin 4-0. Við erum mjög ángæðir,“ sagði Thomas Tuchel um sigur Chelsea í kvöld. „Romelu (Lukaku) sneri upp á ökklann á sér á meðan um er að ræða vöðvameiðsli hjá Timo (Werner). Ég reikna því með að þeir verði frá næstu dagana,“ sagði Tuchel um meiðsli framherja sinna. „Vanalega erum við í góðum málum varðandi meiðslalistann. Fyrir leik kvöldsins var Christian Pulisic sá eini sem var frá vegna meiðsla en við söknum allra þeirra leikmanna sem meiðast. Við erum að spila fjölda leikja í mörgum keppnum svo nú þurfum við að finna lausnir en ekki afsakanir.“ „Þeir tveir voru í góðu formi, eru hættulegir, geta bæði skapað og skorað mörk. Nú þurfum við að finna lausnir og þeir sem hafa beðið eftir tækifærum sínum þurfa að stíga upp og skora. Titilbaráttan er opin og þeir sem munu byrja gegn Norwich City um helgina hafa allt mitt traust.“ „Við höfum unnið leiki áður án Werner og Lukaku. Við viljum ekki þurfa að glíma við svona vandamál en þau gerast,“ sagði Tuchel að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Við vildum þrjú stig og við vildum að þau yrði verðskulduð. Við náðum báðum markmiðum. Við spiluðum af miklum ákafa, við ætlumst til þess og svið spiluðum frábærlega þangað til staðan var orðin 4-0. Við erum mjög ángæðir,“ sagði Thomas Tuchel um sigur Chelsea í kvöld. „Romelu (Lukaku) sneri upp á ökklann á sér á meðan um er að ræða vöðvameiðsli hjá Timo (Werner). Ég reikna því með að þeir verði frá næstu dagana,“ sagði Tuchel um meiðsli framherja sinna. „Vanalega erum við í góðum málum varðandi meiðslalistann. Fyrir leik kvöldsins var Christian Pulisic sá eini sem var frá vegna meiðsla en við söknum allra þeirra leikmanna sem meiðast. Við erum að spila fjölda leikja í mörgum keppnum svo nú þurfum við að finna lausnir en ekki afsakanir.“ „Þeir tveir voru í góðu formi, eru hættulegir, geta bæði skapað og skorað mörk. Nú þurfum við að finna lausnir og þeir sem hafa beðið eftir tækifærum sínum þurfa að stíga upp og skora. Titilbaráttan er opin og þeir sem munu byrja gegn Norwich City um helgina hafa allt mitt traust.“ „Við höfum unnið leiki áður án Werner og Lukaku. Við viljum ekki þurfa að glíma við svona vandamál en þau gerast,“ sagði Tuchel að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira