„Þetta er ekki síðasta ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 07:31 Zach LaVine hjá Chicago Bulls býr sig undir að troða boltanum í körfuna á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans. Zach LaVine átti frábæran leik þegar Chicago Bulls vann 94-88 sigur á Detroit Pistons í fyrsta leik sínum á tímabilinu. LaVine skoraði 34 stig í leiknum auk þess að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Zach, DeMar, Vooch power the @chicagobulls on opening night!@ZachLaVine: 34 PTS (11-17 FGM)@DeMar_DeRozan: 17 PTS, 3 STL@NikolaVucevic: 15 PTS, 15 REB pic.twitter.com/HYKpt1Erg8— NBA (@NBA) October 21, 2021 Levine skoraði 15 af 34 stigum sínum í þriðja leikhluta og var svo með átta stig í viðbót í lokaleikhlutanum. Levine var stjarna liðsins í Bulls liðsins í fyrra en hann er kominn með meiri hjálp í ár. Þar má nefna menn eins og DeMar DeRozan, Lonzo Ball og Alex Caruso. „Þetta er ekki síðasta ár. Við erum að horfa fram á veginn núna. Þetta er algjörlega nýtt lið með nýtt hugarfar. Ég er svo spenntur að okkur tókst að merja þennan sigur. Sigur er alltaf sigur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2016-17 tímabilið sem Bulls liðið byrjar nýtt tímabil á sigri. The extension on this Ja dunk is absurd @memgrizz 83@cavaliers 79 pic.twitter.com/CmutpjzxHL— NBA (@NBA) October 21, 2021 Joel Embiid og félagar í Philadelphia 76ers hristu af sér allt vesenið í kringum Ben Simmons og unnu 117-97 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagið setti Ben Simmons í eins leiks bann eftir framkomu á æfingu. Embiid var með 22 stig og 12 fráköst og Furkan Korkmaz kom af bekknum með 22 stig en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í lokaleikhlutanum. Embiid sagði að þeir liðsmenn sem höfðu farið í ferðina höfðu borðað saman í hinu sögulega Faubourg Marigny hverfi í New Orleans til að þjappa hópnum saman. Tyrese Maxey kom inn í byrjunarliðið fyrir Simmons og var með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pelicans liðið lék án Zion Williamson sem er að jafna sig eftir aðgerð á fæti. Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Julius Randle var með 35 stig og Evan Fournier skoraði 32 stig á móti sínum gamla félagi þegar New York Knicks vann 138-134 sigur á Boston Celtis í tvíframlengdum leik. Fournier setti niður þriggja stiga körfu á úrslitastundu í seinni framlengingunni og Knicks liðinu tókst því að landa sigri þrátt fyrir 46 stig frá Boston manninum Jaylen Brown. Brown, sem var að koma til baka eftir kórónuveirusmit, hefur aldrei skorað meira í einum leik. Evan Fournier drops 12 of his 32 points in OT and 2OT to lift the @nyknicks in his first game with the team! pic.twitter.com/JYfX9wkgOp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Silfurlið Phoenix Suns frá síðustu leiktíð var að sætta sig við tólf stiga tap á móti Denver Nuggets á heimavelli, 110-98. Besti leikmaður síðasta tímabils, Nikola Jokic hjá Denver, var með 27 stig og 13 fráköst í fyrsta leik. Mikal Bridges skoraði sextán stig fyrir Phoenix, Chris Paul var með 15 stig og 10 stoðsendingar og Deandre Ayton skoraði líka 15 stig. @JaMorant poured in 37 to lift the @memgrizz on opening night! #KiaTipOff21 pic.twitter.com/76ljmnWAPD— NBA (@NBA) October 21, 2021 Ja Morant var með 37 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 132-121 sigur á Cleveland Cavaliers en hann átti líka eina svakalega troðslu í leiknum. 31 points for @MELOD1P 9 boards, 7 assists, 7 threes 23-point @hornets comeback WThe reigning #KiaROY went OFF to start Year 2! pic.twitter.com/LKEab2e0Is— NBA (@NBA) October 21, 2021 LaMelo Ball skoraði 31 stig og sjö þrista þegar Charlotte Hornets vann eins stigs sigur á Indiana Pacers, 123-122. P.J. Washington skoraði sigurstigið af vítalínunni og Domantas Sabonis klikkaði síðan á lokaskoti leiksins en Sabonis var með 33 stig og 15 fráköst í leiknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Boston Celtics 138-134 (tvíframlengt) Detroit Pistons-Chicago Bulls 88-94 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 123-122 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 132-121 Toronto Raptors - Washington Wizards 83-98 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124-106 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 97-117 San Antonio Spurs - Orlando Magic 123-97 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 107-86 Phoenix Suns - Denver Nuggets 98-110 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 121-124 Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021 NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Sjá meira
Zach LaVine átti frábæran leik þegar Chicago Bulls vann 94-88 sigur á Detroit Pistons í fyrsta leik sínum á tímabilinu. LaVine skoraði 34 stig í leiknum auk þess að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Zach, DeMar, Vooch power the @chicagobulls on opening night!@ZachLaVine: 34 PTS (11-17 FGM)@DeMar_DeRozan: 17 PTS, 3 STL@NikolaVucevic: 15 PTS, 15 REB pic.twitter.com/HYKpt1Erg8— NBA (@NBA) October 21, 2021 Levine skoraði 15 af 34 stigum sínum í þriðja leikhluta og var svo með átta stig í viðbót í lokaleikhlutanum. Levine var stjarna liðsins í Bulls liðsins í fyrra en hann er kominn með meiri hjálp í ár. Þar má nefna menn eins og DeMar DeRozan, Lonzo Ball og Alex Caruso. „Þetta er ekki síðasta ár. Við erum að horfa fram á veginn núna. Þetta er algjörlega nýtt lið með nýtt hugarfar. Ég er svo spenntur að okkur tókst að merja þennan sigur. Sigur er alltaf sigur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2016-17 tímabilið sem Bulls liðið byrjar nýtt tímabil á sigri. The extension on this Ja dunk is absurd @memgrizz 83@cavaliers 79 pic.twitter.com/CmutpjzxHL— NBA (@NBA) October 21, 2021 Joel Embiid og félagar í Philadelphia 76ers hristu af sér allt vesenið í kringum Ben Simmons og unnu 117-97 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagið setti Ben Simmons í eins leiks bann eftir framkomu á æfingu. Embiid var með 22 stig og 12 fráköst og Furkan Korkmaz kom af bekknum með 22 stig en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í lokaleikhlutanum. Embiid sagði að þeir liðsmenn sem höfðu farið í ferðina höfðu borðað saman í hinu sögulega Faubourg Marigny hverfi í New Orleans til að þjappa hópnum saman. Tyrese Maxey kom inn í byrjunarliðið fyrir Simmons og var með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pelicans liðið lék án Zion Williamson sem er að jafna sig eftir aðgerð á fæti. Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Julius Randle var með 35 stig og Evan Fournier skoraði 32 stig á móti sínum gamla félagi þegar New York Knicks vann 138-134 sigur á Boston Celtis í tvíframlengdum leik. Fournier setti niður þriggja stiga körfu á úrslitastundu í seinni framlengingunni og Knicks liðinu tókst því að landa sigri þrátt fyrir 46 stig frá Boston manninum Jaylen Brown. Brown, sem var að koma til baka eftir kórónuveirusmit, hefur aldrei skorað meira í einum leik. Evan Fournier drops 12 of his 32 points in OT and 2OT to lift the @nyknicks in his first game with the team! pic.twitter.com/JYfX9wkgOp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Silfurlið Phoenix Suns frá síðustu leiktíð var að sætta sig við tólf stiga tap á móti Denver Nuggets á heimavelli, 110-98. Besti leikmaður síðasta tímabils, Nikola Jokic hjá Denver, var með 27 stig og 13 fráköst í fyrsta leik. Mikal Bridges skoraði sextán stig fyrir Phoenix, Chris Paul var með 15 stig og 10 stoðsendingar og Deandre Ayton skoraði líka 15 stig. @JaMorant poured in 37 to lift the @memgrizz on opening night! #KiaTipOff21 pic.twitter.com/76ljmnWAPD— NBA (@NBA) October 21, 2021 Ja Morant var með 37 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 132-121 sigur á Cleveland Cavaliers en hann átti líka eina svakalega troðslu í leiknum. 31 points for @MELOD1P 9 boards, 7 assists, 7 threes 23-point @hornets comeback WThe reigning #KiaROY went OFF to start Year 2! pic.twitter.com/LKEab2e0Is— NBA (@NBA) October 21, 2021 LaMelo Ball skoraði 31 stig og sjö þrista þegar Charlotte Hornets vann eins stigs sigur á Indiana Pacers, 123-122. P.J. Washington skoraði sigurstigið af vítalínunni og Domantas Sabonis klikkaði síðan á lokaskoti leiksins en Sabonis var með 33 stig og 15 fráköst í leiknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Boston Celtics 138-134 (tvíframlengt) Detroit Pistons-Chicago Bulls 88-94 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 123-122 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 132-121 Toronto Raptors - Washington Wizards 83-98 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124-106 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 97-117 San Antonio Spurs - Orlando Magic 123-97 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 107-86 Phoenix Suns - Denver Nuggets 98-110 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 121-124 Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Boston Celtics 138-134 (tvíframlengt) Detroit Pistons-Chicago Bulls 88-94 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 123-122 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 132-121 Toronto Raptors - Washington Wizards 83-98 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124-106 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 97-117 San Antonio Spurs - Orlando Magic 123-97 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 107-86 Phoenix Suns - Denver Nuggets 98-110 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 121-124
NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Sjá meira