Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 14:51 Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek tókust hart á um stöðu íbúðarmála í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20