Átök á Pablo Discobar: Rekstrarstjóri réðst að gesti með vínflösku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 17:16 Fjölmörg vitni urðu að árásinni við Ingólfstorg í gær. Gestirnir þrír segja um hatursglæp að ræða. Eigandi Pablo Discobar segir rekstrarstjórann hafa misst stjórn á skapi sínu og sé miður sín. Vísir Rektrarstjóri Pablo Discobar, skemmtistaðar sem nýlega var opnaður að nýju eftir eldsvoða í mars í fyrra, missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Rekstrarstjórinn er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira
DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Sjá meira