Kynjakvóti tekinn upp í Versló Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. október 2021 20:20 Stelpur hafa verið í meirihluta nemenda Verzlunarskóla Íslands undanfarin ár. Vísir/Egill Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verslunarskóla Íslands til að reyna að sporna gegn fækkun pilta í skólanum. Skólastjórinn segir nýjar reglur tryggja að hlutfall pilta í skólanum fari ekki undir fjörutíu prósent. Aðeins um þrjátíu prósent háskólanema á Íslandi eru karlmenn. Staða pilta innan menntakerfisins hefur farið versnandi síðustu ár og hélt Félags háskólakvenna málþing í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag þar sem málið var rætt. Á meðal þeirra sem hélt erindi á málþinginu var Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands. Skólinn hefur verið vinsæll og alltaf fleiri sótt um en komist hafa að. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir að í haust hafi í fyrsta sinn verið innritað eftir kynjakvótunum.Vísir/Arnar „Við fáum fjölda umsókna á hverju vori og þegar við horft svona á kynjahlutföll umsókna þá hefur það verið svona sextíu prósent stúlkur og fjörutíu prósent drengir sem hafa sótt um. Við tökum inn í skólann á grundvelli lokanámsmats úr grunnskóla og þegar það hefur verið skoðað þá hafa stúlkur verið hærri og verið hátt í sjötíu prósent af stúlkum sem hafa innritast í skólann. Þannig við fórum svona aðeins að skoða þetta og sjá af hverju þetta stafaði og gripum til þeirra aðgerða sem við kynntum síðasta vor að taka upp kynjakvóta í skólanum,“ segir Guðrún Inga. Kynjakvótinn tryggi að aðeins 60% af einu kyni sé innritað í skólann. Þegar tekin var ákvörðun um kynjakvótann hafi verið horft til þess að ekki er fylgni á milli námsárangurs úr grunnskóla og einkunna á stúdentsprófi úr skólanum. „Nemandi sem kom inn kannski, sá sem var lægstur inn í skólann hann útskrifaðist ekki sem lægstur, þannig að við horfðum á að drengir stóðu sig alveg jafn vel og stúlkur í skólanum. Þannig að það var tekin þessi ákvörðun. Bara líka í ljósi skólasamfélagsins og heilbrigt, hvað á ég að segja, samfélag nemenda í framhaldsskóla.“ Staðan versnað hratt Tryggvi Hjaltason, sem hefur reglulega rætt opinberlega um stöðu drengja í menntakerfinu, var einn af þeim sem hélt erindi á málþinginu. Hann segir það koma sér á óvart hversu hratt staða drengja í menntakerfinu hafi versnað. Þannig hafi drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns fjölgað hratt síðustu ár. Samkvæmt síðustu niðurstöðum könnunar Pisa geta 34,4% drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla en hlutfallið var 10% lægra árið 2009. Tryggvi Hjaltason hefur undanfarin ár ítrekað vakið athygli á slæmri stöðu drengja innan menntakerfisins.Vísir/Arnar „Það er næstum þriðjung versnun á næstum tíu ára tímabili rúmlega. Þannig að það er eitt dæmi. Annað er hlutfall skráninga í háskóla. Það er núna rétt undir þriðjungi karla sem að eru nýnemar í Háskóla Íslands. Það hefur versnað líka mjög hratt. Það var fimm prósent hærra bara tveimur árum fyrr,“ segir Tryggvi. Frá því hann fór að ræða málið hafa mörg hundruð foreldrar og kennarar haft samband við hann. Tryggvi segir ljóst að ýmislegt þurfi að skoða. „Við erum svona að missa af ákveðinni svona þörf fyrir hvernig drengir læra og hvað hvetur þá áfram.“ Tryggi hefur til að mynda spurt fjölda kennara út í það hvort þeir telji að drengirnir skilji hreinlega tilganginn með því sem þeir séu að læra en svo virðist ekki vera. „Það hafa allir kennarar sagt við mig nei. Líklega myndu þeir falla á þessu. Þeir myndu ekki sjá hver tilgangurinn er í náminu til bæði skamms og langri tíma og ég held að það sé rosalega stórt atriði.“ Alvarleg staða Ásta Dís Óladóttir, formaður Félags háskólakvenna, segir félagið hafa talið þörf fyrir málþing eins og þetta en yfirskriftin var staða drengja í íslenska menntakerfinu óháð skólastigi. „Staða drengja í menntakerfinu er orðin alvarleg. Við sjáum það að það eru miklu færri drengir heldur en stúlkur sem eru að fara alla leið í gengum menntakerfið og við viljum vekja athygli bara á stöðunni.“ Ásta Dís Óladóttir, formaður Félags háskólakvenna, telur mikilvægt að skoða vel af hverju staða drengja sé svona slæm og hvað sé hægt að gera. Vísir/Arnar „Það er alveg ótal margt sem þarf að ráðast í en við þurfum að auka sem sagt lestrarkunnáttu, greiningarhæfni, gagnrýna hugsun og tjáningu og það er eitthvað sem ég tel vera mjög mikilvægt og brýnt úrlausnarefni akkurat núna.“ Hún segir koma til greina að skoða kynjakvóta þegar kemur að háskólanámi. „Við horfum á kynjakvóta í atvinnulífinu og stjórnunarstöðum þannig við þurfum að skoða það ef staðan er skökk hvað getum við gert.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Aðeins um þrjátíu prósent háskólanema á Íslandi eru karlmenn. Staða pilta innan menntakerfisins hefur farið versnandi síðustu ár og hélt Félags háskólakvenna málþing í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag þar sem málið var rætt. Á meðal þeirra sem hélt erindi á málþinginu var Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands. Skólinn hefur verið vinsæll og alltaf fleiri sótt um en komist hafa að. Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir að í haust hafi í fyrsta sinn verið innritað eftir kynjakvótunum.Vísir/Arnar „Við fáum fjölda umsókna á hverju vori og þegar við horft svona á kynjahlutföll umsókna þá hefur það verið svona sextíu prósent stúlkur og fjörutíu prósent drengir sem hafa sótt um. Við tökum inn í skólann á grundvelli lokanámsmats úr grunnskóla og þegar það hefur verið skoðað þá hafa stúlkur verið hærri og verið hátt í sjötíu prósent af stúlkum sem hafa innritast í skólann. Þannig við fórum svona aðeins að skoða þetta og sjá af hverju þetta stafaði og gripum til þeirra aðgerða sem við kynntum síðasta vor að taka upp kynjakvóta í skólanum,“ segir Guðrún Inga. Kynjakvótinn tryggi að aðeins 60% af einu kyni sé innritað í skólann. Þegar tekin var ákvörðun um kynjakvótann hafi verið horft til þess að ekki er fylgni á milli námsárangurs úr grunnskóla og einkunna á stúdentsprófi úr skólanum. „Nemandi sem kom inn kannski, sá sem var lægstur inn í skólann hann útskrifaðist ekki sem lægstur, þannig að við horfðum á að drengir stóðu sig alveg jafn vel og stúlkur í skólanum. Þannig að það var tekin þessi ákvörðun. Bara líka í ljósi skólasamfélagsins og heilbrigt, hvað á ég að segja, samfélag nemenda í framhaldsskóla.“ Staðan versnað hratt Tryggvi Hjaltason, sem hefur reglulega rætt opinberlega um stöðu drengja í menntakerfinu, var einn af þeim sem hélt erindi á málþinginu. Hann segir það koma sér á óvart hversu hratt staða drengja í menntakerfinu hafi versnað. Þannig hafi drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns fjölgað hratt síðustu ár. Samkvæmt síðustu niðurstöðum könnunar Pisa geta 34,4% drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla en hlutfallið var 10% lægra árið 2009. Tryggvi Hjaltason hefur undanfarin ár ítrekað vakið athygli á slæmri stöðu drengja innan menntakerfisins.Vísir/Arnar „Það er næstum þriðjung versnun á næstum tíu ára tímabili rúmlega. Þannig að það er eitt dæmi. Annað er hlutfall skráninga í háskóla. Það er núna rétt undir þriðjungi karla sem að eru nýnemar í Háskóla Íslands. Það hefur versnað líka mjög hratt. Það var fimm prósent hærra bara tveimur árum fyrr,“ segir Tryggvi. Frá því hann fór að ræða málið hafa mörg hundruð foreldrar og kennarar haft samband við hann. Tryggvi segir ljóst að ýmislegt þurfi að skoða. „Við erum svona að missa af ákveðinni svona þörf fyrir hvernig drengir læra og hvað hvetur þá áfram.“ Tryggi hefur til að mynda spurt fjölda kennara út í það hvort þeir telji að drengirnir skilji hreinlega tilganginn með því sem þeir séu að læra en svo virðist ekki vera. „Það hafa allir kennarar sagt við mig nei. Líklega myndu þeir falla á þessu. Þeir myndu ekki sjá hver tilgangurinn er í náminu til bæði skamms og langri tíma og ég held að það sé rosalega stórt atriði.“ Alvarleg staða Ásta Dís Óladóttir, formaður Félags háskólakvenna, segir félagið hafa talið þörf fyrir málþing eins og þetta en yfirskriftin var staða drengja í íslenska menntakerfinu óháð skólastigi. „Staða drengja í menntakerfinu er orðin alvarleg. Við sjáum það að það eru miklu færri drengir heldur en stúlkur sem eru að fara alla leið í gengum menntakerfið og við viljum vekja athygli bara á stöðunni.“ Ásta Dís Óladóttir, formaður Félags háskólakvenna, telur mikilvægt að skoða vel af hverju staða drengja sé svona slæm og hvað sé hægt að gera. Vísir/Arnar „Það er alveg ótal margt sem þarf að ráðast í en við þurfum að auka sem sagt lestrarkunnáttu, greiningarhæfni, gagnrýna hugsun og tjáningu og það er eitthvað sem ég tel vera mjög mikilvægt og brýnt úrlausnarefni akkurat núna.“ Hún segir koma til greina að skoða kynjakvóta þegar kemur að háskólanámi. „Við horfum á kynjakvóta í atvinnulífinu og stjórnunarstöðum þannig við þurfum að skoða það ef staðan er skökk hvað getum við gert.“
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira