Aðalatriðið að fara ekki í „ásakanaleik fram og til baka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2021 21:30 Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Prófessor segir að óreiða í kringum endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi geti rýrt traust kjósenda á stjórnmálum. Aldrei muni nást algjör sátt um niðurstöðuna. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum. Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag. Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni. „Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“ Aldrei muni nást algjör sátt í málinu. „Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón. „Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“ Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sendir kærendum vegna framkvæmdar kosninganna kaldar kveðjur í svarbréfi sem birt var á vef Alþingis í dag - og hann skrifar undir fyrir hönd þriggja af fimm yfirkjörstjórnarmeðlimum. Ingi sakar til að mynda Guðmund Gunnarsson oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi um „mjög alvarlegar“ og órökstuddar aðdróttanir um að auðum kjörseðlum hafi verið breytt í seðil sem virðist gilt atkvæði - og þar sé raunar um að ræða refsiverðar sakargiftir. Þá sakar hann einnig Lenyu Rún Taha Karim, frambjóðanda Pírata, um refsiverðar sakargiftir og hafnar því sem hann kallar „aðdróttunum“ hennar um að hann hafi spillt kjörgögnum. Það hefur ekki dregið til jafnmikilla tíðinda í málinu í dag og í gær en tveir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar, sem áður höfðu beðist undan því að gefa skýrslu í málinu, funduðu með undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar í dag. Niðurstaðan þurfi að vera trúverðug Jón Ólafsson, prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands sem leitt hefur starfshóp til að efla traust á stjórnmálum, segir að fyrir þá sem komi að endurtalningarmálinu ætti að skipta höfuðmáli að vinna af heilindum og hæfni. „Það er ekki nóg að segja bara: Já, hér eru færustu lögfræðingar búnir að gera það sem gera þurfti og komast að þeirri niðurstöðu sem hægt er að standa við heldur þarf líka að gæta þess að þessi niðurstaða sé fengin þannig að hún þyki trúverðug.“ Aldrei muni nást algjör sátt í málinu. „Aðalatriðið er þetta að detta ekki í það að fara í einhvers konar slag eða ásakanaleik fram og til baka,“ segir Jón. „Og ég held að við megum búast við því að ef það tekst ekki að leysa vel úr þessu eigum við eftir að sjá fólk taka þetta upp aftur og aftur.“
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30