Smámunasemin hjá Anníe og Katrínu seinkaði framleiðslunni um sex mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir á heimsleikunum í CrossFit í júlílok. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir standa í stórræðum þessa daga því ekki aðeins eru þær að undirbúa sig fyrir Rogue stórmótið í Texas heldur voru þær einnig að setja ný sérhönnuð heyrnartól á markaðinn. Heyrnartólin komu hálfu ári of seint á markaðinn því þær ætluðu ekki að láta neitt frá sér sem þær væru ekki fullkomlega sáttar með og stoltar af. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi. CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi.
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira