Smámunasemin hjá Anníe og Katrínu seinkaði framleiðslunni um sex mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir á heimsleikunum í CrossFit í júlílok. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir standa í stórræðum þessa daga því ekki aðeins eru þær að undirbúa sig fyrir Rogue stórmótið í Texas heldur voru þær einnig að setja ný sérhönnuð heyrnartól á markaðinn. Heyrnartólin komu hálfu ári of seint á markaðinn því þær ætluðu ekki að láta neitt frá sér sem þær væru ekki fullkomlega sáttar með og stoltar af. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi. CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar á dögunum þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja sögðu frá reynslu sinni af heimsleikunum í ágústbyrjun, undirbúningnum fyrir CrossFitmót í Bandaríkjunum seinna í mánuðinum sem og hvernig þessar miklu vinkonur eru einnig orðnar viðskiptafélagar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Búnar að vera plana mjög mikið „Við höfum lengi talað um að okkur langar að gera hluti saman. Það er mjög mikið sem við erum búnar að vera að plana og vinna í síðustu árin sem er loksins að fara að gerast núna. Það fyrsta er komið út,“ segir Anníe Mist. „Þetta spratt upp úr samræðum okkar á milli. Við höfum kvartað yfir heyrnartölum í svolítið langan tíma. Ég yfir því að þau séu alltaf að detta út og það var að gerast hjá okkur báðum að þegar við brosum þá poppa þau út úr eyrunum. Maðurinn minn er síðan búinn að brenna í gegnum þrjú Beats heyrnartól,“ segir Anníe. „Ég hef sjálf svitnað í gegnum tvö heyrnartöl. Maður var alltaf að kvarta upphátt,“ segir Katrín Tanja. „Það var greinilega eitthvað að. Svo á Katrín vin,“ segir Anníe Mist. Klippa: Allt viðtalið við Anníe Mist og Katrínu Tönju Vinur Katrínar Tönju úr Versló „Ég og Gísli Ragnar vorum saman í bekk í Versló. Ég var svolítið að segja við hann sem við vorum búnar að vera upplifa. Hann sagði: Já, við getum unnið í þessu. Ég sagði bara allt í lagi en þetta var svolítið langt fyrir utan geranlegan verkefnalista því ég veit ekkert hvernig maður gerir heyrnartól. Nokkrum mánuðum seinna er hann í alvörunni kominn með skref að þessu,“ segir Katrín Tanja. „Ég sagði bara: Gerum þetta,“ segir Anníe Mist. „Það er æðisleg að hafa fengið að gera þetta með honum. Hann hjálpaði okkur í gegnum þetta og lét þetta verða að raunveruleika. Við höfum fengið að láta okkar hugmyndir verða að veruleika, það sem okkur vantaði í heyrnartól,“ segir Katrín. „Þau eru það vatnsheld að það er hægt að hoppa með þau ofan í sundlaug,“ segir Katrín og hún og Anníe fóru saman yfir hvað þær lögðu áherslu á. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Örugglega mjög erfiðar að vinna með „Við merktum bara við í öll boxin sem okkur fannst vera mikilvægust. Við erum örugglega mjög erfiðar að vinna með en ég held samt alveg skemmtilegar líka. Við erum með ákveðnar kröfur og við ætluðum ekkert að koma með eitthvað á markaðinn sem var til nú þegar,“ segir Anníe. „Eins og sást í myndbandinu sem við settum á netið þá áttu heyrnartólin að koma út vorið 2021. Þetta var ekki tilbúið þegar við vildum að þetta væri tilbúið og það var bara ýmislegt sem við vildum ennþá vinna í. Þegar við hugsuðum: Við erum stoltar af þessu og svona viljum við hafa þetta, þá gátum við sett þetta út í heiminn. Við erum hálfu ári á eftir áætlun,“ segir Katrín. „Betra að bíða og koma með fullkomna vöru á markaðinn,“ skýtur Anníe inn í. „Við erum báðar rosalega smámunasamar þegar kemur að þessu en þá erum við alla vega með eitthvað sem við svo stoltar af að gefa út alveg eins og þegar við erum að keppa,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið sem Svava Kristín tók við einu Íslendingana sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit íþróttinni. Við höfum birt nokkur brot úr viðtalinu til þessa en hér má sjá það allt í einu lagi.
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn