Ögurstund í lífskjörum Drífa Snædal skrifar 22. október 2021 13:00 Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Núna er tímapunkturinn þar sem afdrifaríkustu ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar Covid-kreppunnar. Við sáum það í nýafstaðinni kosningabaráttu að sumir frambjóðendur lögðu áherslu á „að loka gatinu“, þ.e. að greiða hratt upp skuldir ríkisins. Aðrir vildu sýna þrautseigju og setja í forgang að vernda sameiginlegar eignir og velferðarkerfið. ASÍ varaði við því strax í upphafi fársins að þessi staða myndi koma upp og við þyrftum að sammælast um að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur eða selja ríkiseigur. Sú áhersla sem verkalýðshreyfingin lagði á að vernda kaupmátt almennings í gegnum kreppuna hefur enda skilað sér með þeim hætti að samdrátturinn beit almenning minna en ella. Sú staðreynd varð svo aftur til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Nú eru blikur á lofti: Hrávöruverð í heiminum fer hækkandi og dregið hefur úr framleiðslu ýmissa vara vegna sóttvarnaraðgerða. Við erum því stödd á ögurstundu. Vöruverð, verðbólga og vaxtahækkanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kjör almennings og gert það að verkum að launahækkanir framundan haldi ekki í við kaupmátt. Við það verður ekki unað og spjótin standa nú á stjórnvöldum að draga úr áhrifum á almenning. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvaða áhrif vaxtahækkanir hafa í þessu árferði og eðlilega er uppi krafa um að halda vöxtum lágum. Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld að draga úr álögum á innfluttum nauðsynjavörum til að stemma stigu við verðbólgu og dýrtíð. Í þriðja lagi þá er það svo að þær hrávörur sem framleiddar eru hér á landi, fiskurinn og álið, hækka líka í verði. Við erum því enn og aftur í þeirri stöðu að krefjast þess að verðmætin sem skapast í framleiðslunni verði til hagsbóta fyrir samfélagið allt í gegnum sanngjarna skatta og auðlindagjöld. Um þetta hljóta stjórnarmyndunarviðræðurnar að fjalla um þessar mundir, enda um undirstöðu lífskjara næstu missera að ræða. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar