Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Snorri Másson skrifar 26. október 2021 20:48 Stöð 2/Egill Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina)
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira