Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 19:56 Lögregla rak fleiri en 50 frá landamærum Þýskalands og Póllands við bæinn Guben en fólkið kom víðsvegar að. epa/Marcin Bielecki Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. Fólkið var að svara kalli Þriðju leiðarinnar, flokks sem er grunaður um tengsl við nýnasistahópa, og hafði hvatt fylgismenn sína til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmu yfir landamærin við bæinn Guben. Að sögn lögreglu var fólkið vopnað, meðal annars kylfum og piparúða. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun en á laugardag höfðu tugir fólks safnast saman í bænum til að mótmæla „eftirliti“ öfgamannanna. Þýska lögreglan hefur fjölgað lögreglumönnum við landamærin að Póllandi um 800 til að freista þess að ná stjórn á flæði flóttafólks sem freistar þess að komast inn í Evrópu um Belarús (Hvíta-Rússland). Um 6.162 eru sagðir hafa komið ólöglega um landamærin á þessu ári. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Þýskalandi en flokkarnir þrír sem ræða saman stefna að því að ljúka viðræðum í lok nóvember og útnefna Sósíaldemókratann Olaf Scholz kanslara í desember. Mörg Evrópuríki hafa sakað stjórnvöld í Belarús um að hleypa flóttafólki um landamærin til að auka þrýsting á nágranna sína, í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti refsiaðgerðir vegna umdeildra forsetakosninga í landinu í ágúst 2020. Forsetinn Alexander Lukashenko hefur neitað þessu og sakar Evrópuríkin um að eiga sök á mannúðarkrísu eftir að flóttafólk var látið sitja fast á landamærum Belrús og Póllands. Guardian greindi frá. Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Flóttamenn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Fólkið var að svara kalli Þriðju leiðarinnar, flokks sem er grunaður um tengsl við nýnasistahópa, og hafði hvatt fylgismenn sína til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmu yfir landamærin við bæinn Guben. Að sögn lögreglu var fólkið vopnað, meðal annars kylfum og piparúða. Aðgerðir lögreglu stóðu yfir á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun en á laugardag höfðu tugir fólks safnast saman í bænum til að mótmæla „eftirliti“ öfgamannanna. Þýska lögreglan hefur fjölgað lögreglumönnum við landamærin að Póllandi um 800 til að freista þess að ná stjórn á flæði flóttafólks sem freistar þess að komast inn í Evrópu um Belarús (Hvíta-Rússland). Um 6.162 eru sagðir hafa komið ólöglega um landamærin á þessu ári. Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir í Þýskalandi en flokkarnir þrír sem ræða saman stefna að því að ljúka viðræðum í lok nóvember og útnefna Sósíaldemókratann Olaf Scholz kanslara í desember. Mörg Evrópuríki hafa sakað stjórnvöld í Belarús um að hleypa flóttafólki um landamærin til að auka þrýsting á nágranna sína, í kjölfar þess að Evrópusambandið samþykkti refsiaðgerðir vegna umdeildra forsetakosninga í landinu í ágúst 2020. Forsetinn Alexander Lukashenko hefur neitað þessu og sakar Evrópuríkin um að eiga sök á mannúðarkrísu eftir að flóttafólk var látið sitja fast á landamærum Belrús og Póllands. Guardian greindi frá.
Þýskaland Pólland Hvíta-Rússland Flóttamenn Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira