„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 22:04 Tyler var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Gunther. Getty/Paul Zimmerman James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Samkvæmt yfirlýsingu frá umboðsmanni Tyler lést hann friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles í morgun. „Ef þú hittir hann, þá áttir þú vin fyrir lífstíð,“ sagði í yfirlýsingunni. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Jennifer Carno; ást lífs hans.“ Tyler greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein árið 2018, sem breiddist seinna út í bein. Hann var ófeiminn við að ræða veikindi sín og hvatti karlmenn til að vera meðvitaðir um sjúkdóminn og fara í blóðprufu. Warner Bros. Television mourns the loss of James Michael Tyler, a beloved actor and integral part of our FRIENDS family. Our thoughts are with his family, friends, colleagues and fans. ❤️☕️ pic.twitter.com/9coGnT5BHz— FRIENDS (@FriendsTV) October 24, 2021 Gunther var ein ástsælasta aukapersónuna í sjónvarpsþáttunum Friends. Hann var yfirmaður á kaffihúsinu Central Perk og umbar hinn arfaslaka starfskraft Rachel Green, enda yfir sig ástafanginn af henni. „Heimurinn þekkti hann sem Gunther (sjöunda Vininn) en ástvinir Michael þekktu hann sem leikara, tónlistarmann, baráttumann og elskulegan eiginmann,“ sagði umboðsmaður Tyler. Tyler birtist stuttlega í endurfunda-útgáfu Friends í síðasta mánuði þar sem hann sagði að þau tíu ár þegar hann átti aðkomu að þáttunum hefðu verið þau eftirminnilegustu á ævinni. Fyrir sjónvarsunnendur er skammt stórra högga á milli en á dögunum var greint frá því að Willie Garson, sem lék Stanford í þáttunum Sex and the City, hefði látist úr briskrabbameini. Hann var 59 ára. BBC hefur tekið saman eftirminnileg atriðin með Gunther. Hollywood Bandaríkin Friends Bíó og sjónvarp Andlát Tengdar fréttir Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. 21. júní 2021 19:30 Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22. september 2021 08:50 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá umboðsmanni Tyler lést hann friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles í morgun. „Ef þú hittir hann, þá áttir þú vin fyrir lífstíð,“ sagði í yfirlýsingunni. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Jennifer Carno; ást lífs hans.“ Tyler greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein árið 2018, sem breiddist seinna út í bein. Hann var ófeiminn við að ræða veikindi sín og hvatti karlmenn til að vera meðvitaðir um sjúkdóminn og fara í blóðprufu. Warner Bros. Television mourns the loss of James Michael Tyler, a beloved actor and integral part of our FRIENDS family. Our thoughts are with his family, friends, colleagues and fans. ❤️☕️ pic.twitter.com/9coGnT5BHz— FRIENDS (@FriendsTV) October 24, 2021 Gunther var ein ástsælasta aukapersónuna í sjónvarpsþáttunum Friends. Hann var yfirmaður á kaffihúsinu Central Perk og umbar hinn arfaslaka starfskraft Rachel Green, enda yfir sig ástafanginn af henni. „Heimurinn þekkti hann sem Gunther (sjöunda Vininn) en ástvinir Michael þekktu hann sem leikara, tónlistarmann, baráttumann og elskulegan eiginmann,“ sagði umboðsmaður Tyler. Tyler birtist stuttlega í endurfunda-útgáfu Friends í síðasta mánuði þar sem hann sagði að þau tíu ár þegar hann átti aðkomu að þáttunum hefðu verið þau eftirminnilegustu á ævinni. Fyrir sjónvarsunnendur er skammt stórra högga á milli en á dögunum var greint frá því að Willie Garson, sem lék Stanford í þáttunum Sex and the City, hefði látist úr briskrabbameini. Hann var 59 ára. BBC hefur tekið saman eftirminnileg atriðin með Gunther.
Hollywood Bandaríkin Friends Bíó og sjónvarp Andlát Tengdar fréttir Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. 21. júní 2021 19:30 Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22. september 2021 08:50 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Leikari úr Friends er með krabbamein Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther. 21. júní 2021 19:30
Hafði barist við krabbamein í brisi Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést. 22. september 2021 08:50