Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 21:14 Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/vilhelm Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum en rakning og skimun stendur nú yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið barst inn á deildina en hún er nú lokuð fyrir innlögnum og heimsóknum. Mörg tilfelli Covid-19 hafa greinst í samfélaginu seinustu daga en um nýliðna helgi greindist 21 einstaklingur með tengsl við Landspítalann. Í kjölfarið var ráðist í rakningu og fólk sent í einangrun eða sóttkví eftir atvikum. Á Landspítalanum eru áfram í gildi reglur um grímuskyldu, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir. Aðstandendur sjúklinga eru beðnir um að koma ekki á spítalann sýni þeir einkenni Covid-19 og virða grímuskyldu. Telur blikur vera á lofti Fram kom í morgun að alls 214 hafi greinst innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að blikur væru á lofti í þróun faraldursins. Víðir Reynisson segir mikilvægt að fylgst sé náið með stöðunni.Vísir/Vilhelm „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér,“ sagði Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25. október 2021 12:22
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent