Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. október 2021 23:24 Hekla er með umboðið fyrir Audi á Íslandi. Já.is Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Samkvæmt svörum Heklu þýddi „innifalinn ávinningur“ í raun það sama og „afsláttur“ og notkun hugtaksins væri tilkomin vegna samkomulags milli Heklu og framleiðandans Audi AG. Í samkomulaginu fólst að Íslendingum yrðu boðnir Audi e-tron bílar á sérstökum tilboðskjörum árið 2021. Samningurinn fæli einnig í sér að Hekla og Audi AG gæfu eftir hluta af sinni framlegð og fengi viðskiptavinurinn að njóta þess með því að greiða lægra verð en ella. Ávinningurinn fælist í því að verð bifreiða af þessari gerð hafi verið 1.500.000 kr. til 1.870.000 krónum lægra en annars hefði orðið Upphæðin sem væri birt sem „innifalinn ávinningur“ væri þannig heildarupphæð afsláttarins sem viðskiptavinurinn fengi. Innifalinn ávinningur væri því tilboðsverð sem ætti einungis við ákveðinn fjölda bíla. Að sögn Heklu er ástæða þess að orðalagið „innifalinn ávinningur“ sé notað í stað orðsins „afsláttur“ sé að Audi AG vilji ekki að notuð séu orðin „afsláttur“ eða „tilboð“ í samhengi við Audi vörumerkið. Audi sé hágæða vörumerki og forsvarsmenn fyrirtækisins telji það að auglýsa afslætti og tilboð geti haft neikvæð áhrif á ímynd vörumerkisins. Þá sagði í svari Heklu til Neytendastofu að umboðið hefði bætt við útskýringu á hugtakinu „innifalinn ávinningur“ á verðlista viðeigandi bifreiða á heimasíðu sinni eftir ábendingu stofnunarinnar. Hugtakið gæfi til kynna að kaupendur fengju viðbót Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunin telji hugtökin „ávinningur“ og „afsláttur“ ekki vera sambærileg. Ávinningur vísaði til hagnaðar eða að það væri fengur af einhverju en afsláttur vísaði til þess að slegið væri af verði einhvers hlutar Er það mat Neytendastofu að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð geti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðarinnar. Í tilviki bíla gæti þar til dæmis verið um aukahluti að ræða. Audi e-tron 50 Quattro rafbíll.Getty/Sjoerd van der Wal Fram kemur í ákvörðun stofnunarinnar að þegar fyrirtæki kynni verðlækkun eigi að tilgreina fyrra verð vöru auk þess sem fyrirtæki þarf að geta sannað að vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Á vefsíðu Heklu hafi innifaldi ávinningurinn ekki verið settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af uppgefnu verði bílsins, heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta ef samningur Audi AG og Heklu hefði ekki verið til staðar. Þá hafi Hekla ekki lagt fram gögn til staðfestingar á að bílarnir hafi verið seldir á fyrra verðinu. Fæli í sér villandi viðskiptahætti Niðurstaða Neytendastofu er sú að framsetning ávinningsins við kynningu á bílum Heklu með þessum hætti feli í sér villandi viðskiptahætti sem séu líklegir til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi annars ekki hafa tekið. Þá eru viðskiptahættirnir enn fremur líklegir til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Þar með telur Neytendastofa að Hekla hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og hefur bannað Heklu að nota hugtakið. Neytendastofa áréttaði að fyrirtækjum er almennt heimilt að kynna verðhagræði en gæta verði að framsetningu.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira