Kristilegir demókratar í kreppu Ívar Már Arthúrsson skrifar 26. október 2021 15:00 Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun