Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 19:50 Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparibíls og annar eigandi bílasölunnar. Samsett Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Vísir greindi frá því í dag að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að rangar og villandi fullyrðingar hafi komið fram í bílaauglýsingum Sparibíls. Varðaði málið fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og að verð Mitsubishi Outlander PHEV jepplings væri 800 þúsund krónum undir listaverði. Taldi stofnunin að þó auglýstur bíll gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðilanum Heklu væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. Neytendastofa vinni gegn hag neytenda Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparibíls og annar eigandi bílasölunnar, er ósáttur við að úrskurðurinn hafi verið birtur opinberlega áður en áfrýjunarfresti lauk. „Ég er alls ekki sammála þessum úrskurði og í mínum huga er þetta bara bull, stundum kallað tittlingaskítur. Þeir taka þarna málstað gömlu einokunarfyrirtækjanna gegn Hróa Hetti á markaðinum sem býður betra verð. Neytendastofa vinnur því gegn hag neytenda með því að reyna að bregða fæti fyrir okkur,“ segir Viktor í yfirlýsingu. Málið varðaði jeppling að gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV.Getty/Stefano Guidi Viktor segir túlkun Neytendastofu byggja á orðhengilshætti sem snúi að því að tveir bílar úr sömu verksmiðju, annar seldur hjá Heklu og hinn hjá Sparibíl, séu ekki sömu bílar. Þegar hann hafi verið beðinn um að sanna að um væri að ræða eins bíla hafi hann svarað því að leiðsögubúnaðurinn hafi virkað í bílnum hjá Sparibíl en ekki í bíl Heklu. Um væri að ræða aukabúnað sem gæti vel kostað um 200 þúsund krónur. Töldu auglýsta fimm ára ábyrgð vera villandi Neytendastofa taldi að ótvírætt orðalag um fimm ára ábyrgð í auglýsingum Sparibíls væri villandi og að það skipti máli yfir neytendur að skilyrði ábyrgðarinnar komi fram í auglýsingunum. Viktor segir þetta ógjörning. „Ábyrgðarskilmálarnir eru 7 þétt skrifaðar A4 blaðsíður og engin leið að koma þeim inn í svona auglýsingu. Það tók mig ekki nema 10 mínútur að prenta út auglýsingar frá nánast öllum umboðunum með samskonar merki þar sem ábyrgð er sögð vera 5 ár eða 7 ár einnig frá Heklu. Ekkert af umboðunum var með ábyrgðarskilmálana í auglýsingunni. Hvernig er það á móti hag neytandans eða slæmir viðskiptahættir að láta neytandann vita að bíllinn sem hann er að kaupa er í 5 ára ábyrgð?“ spyr Viktor í yfirlýsingu sinni. Viktor segir að að það sé með ólíkindum að Neytendastofa „fari í þessa vegferð“ og kalli þetta slæma viðskiptahætti. „Það er hinsvegar skiljanlegt að Hekla reyni að losna við samkeppnina þar sem við seldum um 120 Mitsubishi Outlander bíla á einu ári til ánægðra viðskiptavina fyrir miklu lægra verð en þeir hefðu þurft að borga hjá Heklu. Það er hinsvegar óhæft að Neytendastofa láti plata sig í að hjálpa til við það þvert á hag neytenda,“ segir Viktor, framkvæmdastjóri Sparibíls. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26. október 2021 07:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vísir greindi frá því í dag að Neytendastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að rangar og villandi fullyrðingar hafi komið fram í bílaauglýsingum Sparibíls. Varðaði málið fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og að verð Mitsubishi Outlander PHEV jepplings væri 800 þúsund krónum undir listaverði. Taldi stofnunin að þó auglýstur bíll gæti talist staðgönguvara bíls sömu tegundar frá umboðsaðilanum Heklu væri samanburðurinn villandi þar sem ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýndu með óyggjandi hætti að auglýstur bíll Sparibíls væri búinn sömu aukahlutum eða aukabúnaði og samanburðarbíll. Neytendastofa vinni gegn hag neytenda Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparibíls og annar eigandi bílasölunnar, er ósáttur við að úrskurðurinn hafi verið birtur opinberlega áður en áfrýjunarfresti lauk. „Ég er alls ekki sammála þessum úrskurði og í mínum huga er þetta bara bull, stundum kallað tittlingaskítur. Þeir taka þarna málstað gömlu einokunarfyrirtækjanna gegn Hróa Hetti á markaðinum sem býður betra verð. Neytendastofa vinnur því gegn hag neytenda með því að reyna að bregða fæti fyrir okkur,“ segir Viktor í yfirlýsingu. Málið varðaði jeppling að gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV.Getty/Stefano Guidi Viktor segir túlkun Neytendastofu byggja á orðhengilshætti sem snúi að því að tveir bílar úr sömu verksmiðju, annar seldur hjá Heklu og hinn hjá Sparibíl, séu ekki sömu bílar. Þegar hann hafi verið beðinn um að sanna að um væri að ræða eins bíla hafi hann svarað því að leiðsögubúnaðurinn hafi virkað í bílnum hjá Sparibíl en ekki í bíl Heklu. Um væri að ræða aukabúnað sem gæti vel kostað um 200 þúsund krónur. Töldu auglýsta fimm ára ábyrgð vera villandi Neytendastofa taldi að ótvírætt orðalag um fimm ára ábyrgð í auglýsingum Sparibíls væri villandi og að það skipti máli yfir neytendur að skilyrði ábyrgðarinnar komi fram í auglýsingunum. Viktor segir þetta ógjörning. „Ábyrgðarskilmálarnir eru 7 þétt skrifaðar A4 blaðsíður og engin leið að koma þeim inn í svona auglýsingu. Það tók mig ekki nema 10 mínútur að prenta út auglýsingar frá nánast öllum umboðunum með samskonar merki þar sem ábyrgð er sögð vera 5 ár eða 7 ár einnig frá Heklu. Ekkert af umboðunum var með ábyrgðarskilmálana í auglýsingunni. Hvernig er það á móti hag neytandans eða slæmir viðskiptahættir að láta neytandann vita að bíllinn sem hann er að kaupa er í 5 ára ábyrgð?“ spyr Viktor í yfirlýsingu sinni. Viktor segir að að það sé með ólíkindum að Neytendastofa „fari í þessa vegferð“ og kalli þetta slæma viðskiptahætti. „Það er hinsvegar skiljanlegt að Hekla reyni að losna við samkeppnina þar sem við seldum um 120 Mitsubishi Outlander bíla á einu ári til ánægðra viðskiptavina fyrir miklu lægra verð en þeir hefðu þurft að borga hjá Heklu. Það er hinsvegar óhæft að Neytendastofa láti plata sig í að hjálpa til við það þvert á hag neytenda,“ segir Viktor, framkvæmdastjóri Sparibíls.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26. október 2021 07:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26. október 2021 07:01