„Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 14:01 Hamza Kablouti er búinn að skora 8 mörk í 5 leikjum með Aftureldingu í Olís deildinni í vetur. Seinni bylgjan Túnisbúinn Hamza Kablouti var til umræðu í síðustu Seinni bylgju en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta. Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira