Fyrrum leikmaður Aftureldingar byggir fyrsta leikvanginn í eigu kvennaliðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 15:01 Brittany Matthews með unnusta sínum Patrick Mahomes sem spilar með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni og er einn sá launahæsti í heimi. Getty/Rob Carr Kvennalið í Bandaríkjunum hafa hingað til fengið inni á leikvöngum annarra íþróttaliða en í Kansas City verður þetta öðruvísi í framtíðinni. Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur. Fótbolti Afturelding Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur.
Fótbolti Afturelding Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira