Halls viðurkennir að hafa ekki skoðað byssuna nógu vandlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2021 08:02 Halyna Hutchins lét eftir sig eiginmann og ungan son. Getty Dave Halls, aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, hefur sagt við lögreglu að hann hefði átt að tryggja að ekkert skot væri í byssunni sem hann rétti leikaranum Alec Baldwin, rétt áður en skot úr sömu byssu varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Halls sagði byssuna „kalda“, það er að segja örugga, þegar hann rétti Baldwin vopnið en það reyndist ekki rétt. Baldwin, sem var við æfingar, beindi byssunni að myndavélinni og skot hljóp af. Að sögn lögreglu virðist þetta eina skot hafa banað Hutchins og sært leikstjórann Joel Souza, þar sem það endaði í öxl hans. Lögregla lagði í vikunni hald á mikið magn skotfæra á tökustað og telur sig meðal annars hafa fundið umrætt skothylki. Athygli vekur að meðal skotfæranna var þó nokkuð af virkum skotum, sem eru yfirleitt bönnuð á tökustað. Þetta staðfesti vopnavörður myndarinnar, Hannah Gutierrez-Reed, í samtali við lögreglu. Gutierrez-Reed sagðist hafa athugað gervihylkin, sem innihalda ekki byssupúður, og tryggt að þau væru ekki „heit“. Rétt fyrir tökur hefði verið gert hádegishlé og hún skilið við skotfærin á bakka á tökustað. Eftir hádegismat hefði umsjónarmaður leikmuna, Sarah Zachry, tekið skotvopnin úr læstum skáp og afhent Gutierrez-Reed. Halls sagði öryggisferlum þannig háttað að yfirleitt hefði Gutierrez-Reed opnað byssurnar og hann skoðað þær. Hann hefði meðal annars tryggt að ekkert væri í hlaupinu og skoðað skotfærageymlsuna. Ef allt væri eins og það ætti að vera kallaði hann „köld byssa“. Halls sagði Gutierres-Reed hafa sýnt honum umrædda byssu áður en æfingar héldu áfram en sagðist aðeins muna eftir að hafa séð þrjú skot í byssunni. Hann sagði að eftir að harmleikurinn átti sér stað hefði hann tekið byssuna upp, opnað hana og séð að minnsta kosti fjögur skothylki með götum og eitt án gats. Gerviskot þekkjast stundum á því að göt eru á þeim. Lögreglustjórinn Adan Mendoza sagði á fundi í gær að um 500 skotfæri hefðu fundist á tökustaðnum, meðal annars skot sem lögregla teldi raunveruleg, það er að segja ekki leikmuni sem væri ætlað að líkjast kúlum og búa til hvell. New York Times greindi frá. Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Tengdar fréttir Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Halls sagði byssuna „kalda“, það er að segja örugga, þegar hann rétti Baldwin vopnið en það reyndist ekki rétt. Baldwin, sem var við æfingar, beindi byssunni að myndavélinni og skot hljóp af. Að sögn lögreglu virðist þetta eina skot hafa banað Hutchins og sært leikstjórann Joel Souza, þar sem það endaði í öxl hans. Lögregla lagði í vikunni hald á mikið magn skotfæra á tökustað og telur sig meðal annars hafa fundið umrætt skothylki. Athygli vekur að meðal skotfæranna var þó nokkuð af virkum skotum, sem eru yfirleitt bönnuð á tökustað. Þetta staðfesti vopnavörður myndarinnar, Hannah Gutierrez-Reed, í samtali við lögreglu. Gutierrez-Reed sagðist hafa athugað gervihylkin, sem innihalda ekki byssupúður, og tryggt að þau væru ekki „heit“. Rétt fyrir tökur hefði verið gert hádegishlé og hún skilið við skotfærin á bakka á tökustað. Eftir hádegismat hefði umsjónarmaður leikmuna, Sarah Zachry, tekið skotvopnin úr læstum skáp og afhent Gutierrez-Reed. Halls sagði öryggisferlum þannig háttað að yfirleitt hefði Gutierrez-Reed opnað byssurnar og hann skoðað þær. Hann hefði meðal annars tryggt að ekkert væri í hlaupinu og skoðað skotfærageymlsuna. Ef allt væri eins og það ætti að vera kallaði hann „köld byssa“. Halls sagði Gutierres-Reed hafa sýnt honum umrædda byssu áður en æfingar héldu áfram en sagðist aðeins muna eftir að hafa séð þrjú skot í byssunni. Hann sagði að eftir að harmleikurinn átti sér stað hefði hann tekið byssuna upp, opnað hana og séð að minnsta kosti fjögur skothylki með götum og eitt án gats. Gerviskot þekkjast stundum á því að göt eru á þeim. Lögreglustjórinn Adan Mendoza sagði á fundi í gær að um 500 skotfæri hefðu fundist á tökustaðnum, meðal annars skot sem lögregla teldi raunveruleg, það er að segja ekki leikmuni sem væri ætlað að líkjast kúlum og búa til hvell. New York Times greindi frá.
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Tengdar fréttir Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30 Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20 Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. 27. október 2021 15:30
Skotvopnið var „alvöru“ og ákærur ekki útilokaðar Mary Carmack-Altwies, yfirsaksóknari í Santa Fe-sýslu, segir ekki útilokað að ákærur verði gefnar út í tengslum við andlát tökustjórans Halyna Hutchins. Þá segir hún ekki rétt að tala um skotvopnið sem varð Hutchins að bana sem leikmun (e. prop), þar sem um raunverulegt antík skotvopn sé að ræða. 27. október 2021 08:20
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49