Hvað þarf til? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. október 2021 11:31 Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Næturlíf Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma. Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama. Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu. Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun