Telja ólíklegt að hætta sé fyrir hendi en skoða að setja upp skilti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 14:45 Umrædd svæði. Til skoðuna er hvort tilefni sé að setja skilti á og við girðinguna sem vari við lofstreymi frá þotuhreyflum. Ja.is Isavia telur ólíklegt að vegfarendur á ferð við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar við Suðurgötu séu í hættu vegna loftstreymis frá kraftmiklum þotum. Þó er til skoðunar hvort tilefni sé til að vara sérstaklega við slíkri hættu. Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00