Urður verðlaunuð fyrir störf sín í þágu fólks með ADHD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 13:55 Urður á málþinginu í dag. Urður Njarðvík prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands var sæmd hvatningarverðlaunum ADHD-samtakanna á málþinginu Orkuboltar og íþróttir sem samtökin standa fyrir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum. Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum.
Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15