Jónatan Magnússon: KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. október 2021 22:36 Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var súr og svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. vísir/bára Jónatan Magnússon, þjálfari KA var niðurlútur eftir fjórða tap sinna manna í röð. Tapaði KA 28-21 fyrir FH í kvöld. Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“ Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“
Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58