Eiki hljóðmaður: „Viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 09:00 Eiki hljóðmaður og svipurinn frægi. Stöð 2 Sport „Spurning frá Eika hljóðmanni,“ er orðin fastur liður í Körfuboltakvöldi en að þessu sinni spurði Eiki þá Darra Frey Atlason og Matthías Sigurðsson út í lottóið er kemur að erlendum leikmennum og hvaða lið hefði unnið. Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira