Fertugur Zlatan kom Milan á bragðið gegn góðvini sínum Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 22:00 Zlatan fagnar marki sínu í kvöld. UEFA Zlatan Ibrahimović skoraði fyrra mark AC Milan í 2-0 sigri liðsins á Roma í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Þá vann topplið Napoli 1-0 útisigur á Salernitana þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Roma og AC Milan mættust í Róm í kvöld. Zlatan sannaði þar að allt er fertugum fært er hann kom gestunum frá Mílanó yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Var þetta fjögur hundraðasta mark hans á annars mögnuðum ferli. Zlatan Ibrahimovi keeps reaching new milestones at the age of 40. 150 goals scored in Serie A 400 goals in domestic leagues#UCL pic.twitter.com/FUQsmMOH9I— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 31, 2021 Það var hart barist í fyrri hálfleik og alls fóru fjögur gul spjöld á loft en fleiri urðu mörkin ekki. Zlatan hélt svo að hann hefði tvöfaldað forystu gestanna eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en er markið var skoðað kom í ljós að Svíinn var rangstæður. DEN blicken pic.twitter.com/xGFXEaXHPC— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 31, 2021 Aðeins sjö mínútum síðar var vítaspyrna dæmd á Roger Ibañez, leikmann Roma. Franck Kessie fór á punktinn og kom gestunum 2-0 yfir. Áfram var hart barist og fékk Theo Hernández, varnarmaður Milan, sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins og þar með rautt. Heimamönnum tókst á endanum að nýta sér liðsmuninn en Stephan El Shaarawy minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins. Nær komust Rómverjar þó ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri gestanna. Var þetta fyrsta tap Mourinho á heimavelli í 43 leikjum. José Mourinho's Serie A record at home:WWWDWWWWDWDWDWWDWWWDWWWWWDWWWWWDDWWWWWWWWWDLMilan end his 43-game unbeaten streak. pic.twitter.com/abAmD2T2Nr— Squawka Football (@Squawka) October 31, 2021 Piotr Zieliński skoraði sigurmark Napoli gegn Salernitana. Grigoris Kastanos fékk rautt spjald í liði heimamanna og Kalidou Koulibaly fékk rautt í liði gestanna. Napoli og AC Milan eru að stinga af á Ítalíu en bæði lið eru með 31 stig að loknum 11 leikjum. Lærisveinar José Mourinho í Róm eru í 5. sæti með 19 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira