Þetta getur verið snobb sem birtist í klæðnaði, tali eða þeirri hegðun að snobba fyrir öðru fólki.
Þegar einhver fer í taugarnar á okkur í vinnunni, getur það haft svo truflandi áhrif á okkur að við nánast missum niður gleðina þegar að við erum í návist viðkomandi. Til dæmis á fundum, við kaffivélina eða í hádegismatnum.
Já, við hreinlega andvörpum innra með okkur.
En hér eru nokkur ráð til þess að hætta að láta snobb vinnufélaga fara í taugarnar á þér.
1. Snobb þrífst á athygli
Að vera snobbaður er oftast leið fólks til að reyna að setja sig á einhvern stall eða marka sér stöðu. Þetta á við bæði um það þegar fólk sýnir snobbaða hegðun sjálft, til dæmis í klæðaburði eða tali, eða snobbar fyrir öðru fólki.
Hver svo sem birtingarmyndin er, er fyrsta reglan þessi: Láttu sem þú sjáir þetta ekki;
Já, hunsaðu snobbið.
2. Sýndu óörygginu skilning
Snobb er oft vísbending eða staðfesting á því að viðkomandi er að glíma við einhvers konar óöryggi með sjálfan sig.
Sýndu þessu óöryggi skilning frekar en dómhörku.
3. Ekki „elta“
Ef þér finnst snobbið sem fer í taugarnar á þér endurspeglast í til dæmis í merkjavörum eða að snobba fyrir ákveðnu fólki (oft yfirmönnum eða ríku fólki), ekki falla í þá gryfju að fara að „elta“ snobbið og reyna að vera eins.
Að eltast við að vera eins og annað fólk frekar en við sjálf er aldrei rétt leið.
4. Þitt eigið sjálfsmat
Að láta snobb fara í taugarnar á þér gæti verið vísbending um að þú þurfir að huga að þínu eigin sjálfsmati. Það besta sem við gerum fyrir okkur sjálf er að byggja upp okkar eigið sjálfsmat og sjálfsöryggi.
Við eigum alltaf að hafa trú á okkur sjálfum.
5. Hreinskilni og heiðarleiki
Hvað raunverulega skýrir það út að þú lætur snobbið fara í taugarnar á þér? Gefðu þér tíma í að kryfja það hvers vegna eitthvað í fari annars fólks er að eyða þinni orku.
Hér skiptir mestu máli að vera hreinskilin við okkur sjálf og vinna síðan út frá svarinu. Því á endanum er það ekki öðru fólki að kenna að við erum pirruð; það er okkar að stjórna okkar eigin líðan og hugsunum.