Að taka sér tíma Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 20:31 Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vegferð okkar í gegnum lífið liggur um margar og mis greiðfærar leiðir. Sum okkar eiga erfiðara með að feta okkur eftir algengustu leiðunum og við náum kannski aldrei á leiðarenda nema með því að nálgast þær með öðrum hætti en flestir gera sem á t.d. við um nám og vinnu. Það getur verið bæði óheppilegt og skaðlegt fyrir sjálfsmyndina að bera sig saman við aðra hvað varðar atriði eins og námsframvindu eða atvinnustöðu. Að taka lengri tíma, aðra leið, í að klára verkefnin framundan er nefnilega allt í lagi. Að vera lengur í námi en margir aðrir vegna þess að þú þarft að fara þér hægar er ekkert til að skammast sín fyrir. Nú þegar prófavertíðin nálgast óðfluga er gagnlegt að hafa í huga að heimurinn fer ekkert á hliðina þótt maður falli á prófi. Virði einstaklingsins stendur ekki eða fellur við lokaeinkunn úr námsáfanga. Fyrir nokkrum árum upplifði ég mig ómögulega fyrir það eitt að falla á lokaprófi í bókfærslu. Ég sem hafði lagt mig svo vel fram yfir önnina. Einn aðili nefndi við mig að það væri ekkert að því að taka sér lengri tíma í það að sinna námi og sáði þennan dag fræjum vonar í huga minn með orðum sínum. Eftir stendur að ég þarf að sinna námi hægt og rólega og byggja ekki virði mitt á afkastagetu líkt og áður. Það er svo margt annað sem við höfum til brunns að bera í tilverunni heldur en afköst og framleiðni. Að gera minna og vera meira er oft í fínu lagi og minnkar streitu til muna. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar