Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 19:44 Starfsfólk á skrifstofu Eflingar ályktaði um stjórnarhætti formannsins í sumar. Einn stjórnarmanna reyndi að fá upplýsingar um þá ályktun en aðrar stjórnarmenn hvetja hann nú til að segja af sér. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31