Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 12:32 Frá baráttufundi Eflingar í miðbæ Reykjavíkur vegna verkafalla. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Sjá meira
Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Sjá meira
Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17