580 milljarðar frá lífeyrissjóðum í loftslagstengdar fjárfestingar Tómas N. Möller skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun