Hefur fyrirgefið morðingja Birnu en sökin verði aldrei afmáð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 10:33 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í janúar 2017, segist hafa fyrirgefið morðingja hennar en það þýði ekki að sök morðingjans hafi verið afmáð. Aðsend Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, segist hafa fyrirgefið manninum sem myrti dóttur hans. Í þeirri fyrirgefningu felist þó ekki afsökun og sök hans verði aldrei afmáð. Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“ MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“
MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00