Átta hjá héraðssaksóknara greindust smitaðir af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 17:01 Átta starfsmenn hjá héraðssaksóknara hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Átta starfsmenn héraðssaksóknara greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Fjöldi starfsmanna hefur verið settur í smitgát og fresta hefur þurft nokkrum dómsmálum vegna stöðunnar. Lágmarksfjöldi starfsmanna stendur nú vaktina á skrifstofu embættisins við Skúlagötu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42
Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20