Átta hjá héraðssaksóknara greindust smitaðir af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 17:01 Átta starfsmenn hjá héraðssaksóknara hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Átta starfsmenn héraðssaksóknara greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Fjöldi starfsmanna hefur verið settur í smitgát og fresta hefur þurft nokkrum dómsmálum vegna stöðunnar. Lágmarksfjöldi starfsmanna stendur nú vaktina á skrifstofu embættisins við Skúlagötu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42
Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent