Umræðan geti haft djúpstæð áhrif á þolendur en líka verið valdeflandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 18:35 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Vísir/Vilhelm Afleiðingar kynferðisofbeldis geta komið fram eftir opinbera umræðu um ofbeldið. Þetta segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Dæmi séu um að þolendur missi einbeitingu, svefn og matarlyst. Umræðan geti engu að síður verið valdeflandi fyrir þolendur. Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira