Umræðan geti haft djúpstæð áhrif á þolendur en líka verið valdeflandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 18:35 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Vísir/Vilhelm Afleiðingar kynferðisofbeldis geta komið fram eftir opinbera umræðu um ofbeldið. Þetta segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Dæmi séu um að þolendur missi einbeitingu, svefn og matarlyst. Umræðan geti engu að síður verið valdeflandi fyrir þolendur. Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira