Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. „Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
„Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira