Hin nýja innviðaskuld Kristrún Frostadóttir skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar. Beina fjármagninu frá framleiðslutengdri kjöt- og mjólkurframleiðslu í sjálfbærari landnýtingu. Þessir 13 milljarðar eru hverfandi í samanburði við aðgerðir nágrannaþjóða okkar í Evrópu. „Græni díll“ Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að hátt í 2% landsframleiðslu Evrópulandanna á ári hverju til 2030 verði varið til grænnar umbreytingar. Það er ígildi rúmlega 60 milljarða kr. hér á landi, fimmfalt á við okkar plön. Þetta er hluti af atvinnustefnu Evrópusambandsins, langtímasýn sem felst í því að endurhanna hagkerfið til að mæta breyttum tímum. Hér á Íslandi virðist það hins vegar vera æðsta markmið ráðandi stjórnmálaafla að halda sjálfum sér í einu lagi á milli kjördaga. Skuldastöðu ríkissjóðs eftir náttúruvá er ítrekað veifað sem rauðu flaggi en hvergi blikka viðvörunarljósin vegna vanfjármagnaðar loftslagsáætlunar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp „Það sem Ísland kemur með að borðinu er að við erum eitt af ellefu ríkjum sem að hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og það árið 2040, á meðan að samningurinn hvetur ríki til að vera kolefnishlutlaus upp úr miðri öldinni. Þannig það hefur Ísland fram á að færa,“ segir umhverfisráðherra. Þetta eru semsagt stóru loftslagsskrefin á Íslandi. Að vera fyrr til að lögfesta óskilgreint markmið eftir áratugi. Ástralía tilkynnti um kolefnishlutleysi árið 2050 í síðustu viku. Samhliða birtist áætlun um samdrátt í losun fyrir árið 2030 sem myndi leiða til 4 gráðu hlýnunar ef heimurinn fylgdi. Óútfærð framtíðarloforð eru notuð sem afsökun fyrir aðgerðaleysi næstu ára. Og Ísland leikur nú sama leik: við hreykjum okkur af langtímafyrirheitum um kolefnishlutleysi en stígum ekkert nema hænuskref næstu árin. Við ætlum að ná kolefnishlutleysi 2040, á undan flestum löndum heims. Samt er markmið okkar um samdrátt í losun fyrir 2030 aðeins 40%. Og raunar ekkert sem bendir til að við náum þessu markmiði m.v. núverandi aðgerðir. Danmörk stefnir á 70% samdrátt fyrir 2030, Svíþjóð 63% og Noregur 55% þrátt fyrir markmið um kolefnishlutleysi áratug síðar en við. Hvergi í Evrópu er losun á mann jafnmikil og á Íslandi. Við erum eitt af tveimur löndum álfunnar þar sem losun á mann hefur aukist frá 1990. Ríkisstjórn sem er jafnupptekin af skammtímaskuldabókhaldi og raun ber vitni ætti að sjá að þessir útreikningar ganga ekki upp. Skortur á framtíðarinnviðum Þetta var kannski fyrirséð. Sitjandi fjármálaráðherra stýrði niðurskurði í innviðafjárfestingu í nafni skuldaniðurgreiðslu á sínum tíma sem hefur margfaldað kostnað við opinberu kerfin okkar. Nú eru það framtíðarinnviðir samfélagsins sem líða fyrir metnaðarleysi í loftslagsmálum, þá úreltu sýn að sóknartækifæri geti ekki falist í að verjast loftslagsvánni með alvöru og fjármögnuðum aðgerðum. Þröngsýni í hagstjórn og skammsýnir yfirborðsútreikningar rýra nú getu okkar til að sækja fram, skapa spennandi störf í heimi tæknilausna á sviði loftslagsmála og búa til bakreikning af áframhaldandi náttúruhamförum. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en ekki í tilviki loftslagsmála. Við erum í kappi við tímann og kostnaður vegna loftslagsmála mun aðeins aukast ef við frestum alvöru aðgerðum. Fyrsta skrefið í átt að alvöru loftslagsaðgerðum er að viðurkenna, hversu óþægilega sem það kann að hljóma, að dæmi núverandi ríkisstjórnar gengur ekki upp. Að ef Ísland ætlar að vera réttum megin í sögunni þurfum við að gera betur og setja markið hærra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar. Beina fjármagninu frá framleiðslutengdri kjöt- og mjólkurframleiðslu í sjálfbærari landnýtingu. Þessir 13 milljarðar eru hverfandi í samanburði við aðgerðir nágrannaþjóða okkar í Evrópu. „Græni díll“ Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að hátt í 2% landsframleiðslu Evrópulandanna á ári hverju til 2030 verði varið til grænnar umbreytingar. Það er ígildi rúmlega 60 milljarða kr. hér á landi, fimmfalt á við okkar plön. Þetta er hluti af atvinnustefnu Evrópusambandsins, langtímasýn sem felst í því að endurhanna hagkerfið til að mæta breyttum tímum. Hér á Íslandi virðist það hins vegar vera æðsta markmið ráðandi stjórnmálaafla að halda sjálfum sér í einu lagi á milli kjördaga. Skuldastöðu ríkissjóðs eftir náttúruvá er ítrekað veifað sem rauðu flaggi en hvergi blikka viðvörunarljósin vegna vanfjármagnaðar loftslagsáætlunar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp „Það sem Ísland kemur með að borðinu er að við erum eitt af ellefu ríkjum sem að hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og það árið 2040, á meðan að samningurinn hvetur ríki til að vera kolefnishlutlaus upp úr miðri öldinni. Þannig það hefur Ísland fram á að færa,“ segir umhverfisráðherra. Þetta eru semsagt stóru loftslagsskrefin á Íslandi. Að vera fyrr til að lögfesta óskilgreint markmið eftir áratugi. Ástralía tilkynnti um kolefnishlutleysi árið 2050 í síðustu viku. Samhliða birtist áætlun um samdrátt í losun fyrir árið 2030 sem myndi leiða til 4 gráðu hlýnunar ef heimurinn fylgdi. Óútfærð framtíðarloforð eru notuð sem afsökun fyrir aðgerðaleysi næstu ára. Og Ísland leikur nú sama leik: við hreykjum okkur af langtímafyrirheitum um kolefnishlutleysi en stígum ekkert nema hænuskref næstu árin. Við ætlum að ná kolefnishlutleysi 2040, á undan flestum löndum heims. Samt er markmið okkar um samdrátt í losun fyrir 2030 aðeins 40%. Og raunar ekkert sem bendir til að við náum þessu markmiði m.v. núverandi aðgerðir. Danmörk stefnir á 70% samdrátt fyrir 2030, Svíþjóð 63% og Noregur 55% þrátt fyrir markmið um kolefnishlutleysi áratug síðar en við. Hvergi í Evrópu er losun á mann jafnmikil og á Íslandi. Við erum eitt af tveimur löndum álfunnar þar sem losun á mann hefur aukist frá 1990. Ríkisstjórn sem er jafnupptekin af skammtímaskuldabókhaldi og raun ber vitni ætti að sjá að þessir útreikningar ganga ekki upp. Skortur á framtíðarinnviðum Þetta var kannski fyrirséð. Sitjandi fjármálaráðherra stýrði niðurskurði í innviðafjárfestingu í nafni skuldaniðurgreiðslu á sínum tíma sem hefur margfaldað kostnað við opinberu kerfin okkar. Nú eru það framtíðarinnviðir samfélagsins sem líða fyrir metnaðarleysi í loftslagsmálum, þá úreltu sýn að sóknartækifæri geti ekki falist í að verjast loftslagsvánni með alvöru og fjármögnuðum aðgerðum. Þröngsýni í hagstjórn og skammsýnir yfirborðsútreikningar rýra nú getu okkar til að sækja fram, skapa spennandi störf í heimi tæknilausna á sviði loftslagsmála og búa til bakreikning af áframhaldandi náttúruhamförum. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en ekki í tilviki loftslagsmála. Við erum í kappi við tímann og kostnaður vegna loftslagsmála mun aðeins aukast ef við frestum alvöru aðgerðum. Fyrsta skrefið í átt að alvöru loftslagsaðgerðum er að viðurkenna, hversu óþægilega sem það kann að hljóma, að dæmi núverandi ríkisstjórnar gengur ekki upp. Að ef Ísland ætlar að vera réttum megin í sögunni þurfum við að gera betur og setja markið hærra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun