Icelandair flýgur í verkefni á Suðurskautslandinu Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 12:10 30 evrópskir starfsmenn á vegum ALE lögðu upp í lagnferðina frá Keflavíkurflugvelli á dögunum. Stél þotunnar var merkt sérstaklega fyrir leiðangurinn. Mynd/Icelandair Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair. Í tilkynningu frá Icelandair segir að Boeing 757 þota á vegum félagsins hafi í byrjun vikunnar hafið þriggja mánaða verkefni sem feli í sér reglubundið flug á milli Punta Arenas í Síle og flugvallarins á Union Glacier á Suðurskautslandinu, fram í janúar á næsta ári. Um fjögurra klukkustunda flug er á milli Punta Arenas og Union Glacier. Flogið er með ferða-, göngu- og vísindamenn á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE), en þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar og verður hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló til Troll á Suðurskautslandinu. Þar verða vísindamenn fluttir til rannsóknarstöðvarinnar sem þar er rekin af Norsk Polar Institut og er staðsett á ströndinni sem kennd er við Mörtu, krónprinsessu Noregs. Áætlað er að þau flug fari fram í byrjun næsta mánaðar. Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. „Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum á næsta ári. „Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“ Fréttir af flugi Suðurskautslandið Icelandair Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair segir að Boeing 757 þota á vegum félagsins hafi í byrjun vikunnar hafið þriggja mánaða verkefni sem feli í sér reglubundið flug á milli Punta Arenas í Síle og flugvallarins á Union Glacier á Suðurskautslandinu, fram í janúar á næsta ári. Um fjögurra klukkustunda flug er á milli Punta Arenas og Union Glacier. Flogið er með ferða-, göngu- og vísindamenn á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE), en þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar og verður hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló til Troll á Suðurskautslandinu. Þar verða vísindamenn fluttir til rannsóknarstöðvarinnar sem þar er rekin af Norsk Polar Institut og er staðsett á ströndinni sem kennd er við Mörtu, krónprinsessu Noregs. Áætlað er að þau flug fari fram í byrjun næsta mánaðar. Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. „Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum á næsta ári. „Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“
Fréttir af flugi Suðurskautslandið Icelandair Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira