Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:31 Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu. En tókuð þið eftir því að kennari og þrír aðrir starfsmenn skóla voru kærðir til lögreglu fyrir brot á hegningar- og barnalögum vegna innilokunar barns? Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við... Ofbeldi er ömurlegt, alveg sama í hvaða mynd það birtist Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig – ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!! Þó að við séum að tala um mjög svo ólíkt ofbeldi, þá er þetta tvennt ofbeldi engu að síður. Hvers vegna er þessi munur á vitundarvakningu? Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni? Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað eitt inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Að segja að stundum sé ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni, er í mínum huga ekkert annað en gerendameðvirkni. Að segja að það hljóti að vera tvær hliðar á málinu þegar barn hefur verið læst inni er einnig gerendameðvirkni. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALDREI Í LAGI AÐ LÆSA BARN INNI! Þannig að það er aldrei nema ein hlið á því máli. Það sem kveikti í þessum vangaveltum mínum var þegar ég las ágætis viðtal við þolanda kynferðisofbeldis þar sem hún segir: ”Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun.” Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessar tilfinningar yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn eru vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið. Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum ”góðu” börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru ”erfiðir” foreldrar. En kennarar sem læsa barn inni og réttlæta það frekar en að sýna iðrun dæma sig sjálfir með nákvæmlega sama hætti og gerendur í öðrum ofbeldismálum. Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað. En sum börn þroskast ekki eðlilega. Og þau eiga þar af leiðandi erfiðara með að passa í kassann sem samfélagið hefur skapað. Það er ekki þar með sagt að þau séu úrhrök sem má læsa inni í herbergi þegar fólkið í kringum það megnar ekki að hjálpa því. Það þýðir að á vissu tímabili er barnið að glíma við einhverskonar færniskerðingu og þarf þess vegna ekstra mikla hjálp. Það er skylda okkar að hjálpa því. Og þetta er samfélagslegur vandi en ekki bara vandi foreldranna og alls ekki vandi barnsins. Foreldrar eiga að senda börnin sín í skóla og þá er það lágmarkskrafa að foreldrar geti treyst því að barnið fái nauðsynlega þjálfun og verið sé að vinna í þeim færniskerðingum sem það býr við án þess að það þurfi að upplifa ofbeldi og niðurlægingu. En staðreyndin er sú að í mörgum skólum eru þessi börn markvisst brotin niður. Og svo þurfa margir foreldrar að sitja undir því að uppeldið sé vandamálið þegar þeir hafa ekki einu sinni tök á að grípa inn í. Hafið það í huga elsku fólk, næst þegar það berast fréttir af auknu ofbeldi meðal unglinga. Ef til vill er meingallað skólakerfi rót vandans frekar en heimilin. Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd. Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu. En tókuð þið eftir því að kennari og þrír aðrir starfsmenn skóla voru kærðir til lögreglu fyrir brot á hegningar- og barnalögum vegna innilokunar barns? Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við... Ofbeldi er ömurlegt, alveg sama í hvaða mynd það birtist Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig – ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!! Þó að við séum að tala um mjög svo ólíkt ofbeldi, þá er þetta tvennt ofbeldi engu að síður. Hvers vegna er þessi munur á vitundarvakningu? Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni? Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað eitt inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Að segja að stundum sé ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni, er í mínum huga ekkert annað en gerendameðvirkni. Að segja að það hljóti að vera tvær hliðar á málinu þegar barn hefur verið læst inni er einnig gerendameðvirkni. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALDREI Í LAGI AÐ LÆSA BARN INNI! Þannig að það er aldrei nema ein hlið á því máli. Það sem kveikti í þessum vangaveltum mínum var þegar ég las ágætis viðtal við þolanda kynferðisofbeldis þar sem hún segir: ”Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun.” Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessar tilfinningar yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn eru vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið. Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum ”góðu” börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru ”erfiðir” foreldrar. En kennarar sem læsa barn inni og réttlæta það frekar en að sýna iðrun dæma sig sjálfir með nákvæmlega sama hætti og gerendur í öðrum ofbeldismálum. Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað. En sum börn þroskast ekki eðlilega. Og þau eiga þar af leiðandi erfiðara með að passa í kassann sem samfélagið hefur skapað. Það er ekki þar með sagt að þau séu úrhrök sem má læsa inni í herbergi þegar fólkið í kringum það megnar ekki að hjálpa því. Það þýðir að á vissu tímabili er barnið að glíma við einhverskonar færniskerðingu og þarf þess vegna ekstra mikla hjálp. Það er skylda okkar að hjálpa því. Og þetta er samfélagslegur vandi en ekki bara vandi foreldranna og alls ekki vandi barnsins. Foreldrar eiga að senda börnin sín í skóla og þá er það lágmarkskrafa að foreldrar geti treyst því að barnið fái nauðsynlega þjálfun og verið sé að vinna í þeim færniskerðingum sem það býr við án þess að það þurfi að upplifa ofbeldi og niðurlægingu. En staðreyndin er sú að í mörgum skólum eru þessi börn markvisst brotin niður. Og svo þurfa margir foreldrar að sitja undir því að uppeldið sé vandamálið þegar þeir hafa ekki einu sinni tök á að grípa inn í. Hafið það í huga elsku fólk, næst þegar það berast fréttir af auknu ofbeldi meðal unglinga. Ef til vill er meingallað skólakerfi rót vandans frekar en heimilin. Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd. Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun