Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. „Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
„Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira