Kirkjujarðasamkomulagið - Sannarlega óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. nóvember 2021 09:30 Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun