Kíkt í klefann hjá Val: Hvernig á að stöðva Ragnheiði og rjómaterta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Ágúst Jóhannsson fer yfir málin með leikmönnum Vals. stöð 2 sport Seinni bylgjan fékk kíkja inn í búningsklefa Valskvenna þegar þær mættu Framkonum í stórleik 6. umferðar Olís-deildar kvenna á laugardaginn. Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
„Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31
„Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44