Segir Play stórhættulegt launafólki Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2021 13:15 Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið. Þetta segir Drífa á Facebook þar sem hún deilir frétt Mbl um uppbyggingu Play í Litháen. Drífa segir það rökrétta framvindu að forsvarsmenn flugfélagsins leiti lægri launa erlendis. Viðskiptamódel Play gangi út á lækkun launakostnaðar og segir Drífa að til þess hafi félagið lagt til hliðar samskipti á vinnumarkaði og brotið allar reglur. Félagið hefði sölsað undir sig heilt stéttarfélag. „Play er stórhættulegt íslensku launafólki, ekki bara flugfreyjum og -þjónum heldur öllum. Það er engin tilviljun að miðstjórn ASÍ og formannafundur hefur hvatt til sniðgöngu á félaginu, það er ekki yfirlýsing sem gefin er á hverjum degi,“ segir Drífa. ASÍ og Play hafa átt í deilum á undanförnum mánuðum vegna kjaramála flugfreyja og flugþjóna. ASÍ hefur haldið því fram að kjör þessa starfsfólk séu of lág og hafa forsvarsmenn ASÍ hafa áður hvatt Íslendinga til að sniðganga Play. Deilurnar hafa meðal annars snúið að Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF), sem áður hét Íslenska flugmannafélagið. ASÍ skilgreinir ÍFF sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. Því hefur ÍFF mótmælt. Í gær sagði ASÍ frá því að stjórn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hefði neitað ÍFF um inngöngu vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagsins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play. Sjá einnig: Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið Harma ákvörðunina og halda baráttunni áfram Stjórn ÍFF segist harma þá ákvörðun stjórnar Norræna flutningamannasambandsins (NTF) að neita þeim um inngöngu og segist ætla að halda baráttu fyrir sína félagsmenn. Meðlimir ÍFF eru 81, samkvæmt svörum Vignis Arnar Guðnasonar, formanns, og Friðriki Má Ottesen, varaformanni, við fyrirspurn Kjarnans. Í svari við fyrirspurn Vísis um ákvörðun NTF segir stjórn ÍFF að þau harmi niðurstöðuna mjög. Á árum áður, fyrir gjaldþrot WOW air hafi ÍFF verið í NTF og í Evrópska- og Alþjóðlega flutningamannasamböndunum. „Á þessum árum átti Íslenska flugmannafélagið mjög farsælt samstarf við þessi sambönd og í gegnum þau sérstaklega góð samskipti við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) sem og önnur Norræn og evrópsk systurfélög,“ segir í svarinu. Þá segir að stjórn NTF hafi hafnað umsókn ÍFF vegna mótmæla Flugvirkjafélags Íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „ÍFF mun ekki leggja árar í bát og ætlar að halda áfram sinni stéttarfélags baráttu fyrir sína félagsmenn í hvívetna.“ Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play opnar útibú í Litháen Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október. 4. nóvember 2021 18:05 Lilja kemur frá Landsbankanum til Play Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play. 1. nóvember 2021 13:38 Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. 26. október 2021 10:07 Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. 25. október 2021 11:06 „Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Þetta segir Drífa á Facebook þar sem hún deilir frétt Mbl um uppbyggingu Play í Litháen. Drífa segir það rökrétta framvindu að forsvarsmenn flugfélagsins leiti lægri launa erlendis. Viðskiptamódel Play gangi út á lækkun launakostnaðar og segir Drífa að til þess hafi félagið lagt til hliðar samskipti á vinnumarkaði og brotið allar reglur. Félagið hefði sölsað undir sig heilt stéttarfélag. „Play er stórhættulegt íslensku launafólki, ekki bara flugfreyjum og -þjónum heldur öllum. Það er engin tilviljun að miðstjórn ASÍ og formannafundur hefur hvatt til sniðgöngu á félaginu, það er ekki yfirlýsing sem gefin er á hverjum degi,“ segir Drífa. ASÍ og Play hafa átt í deilum á undanförnum mánuðum vegna kjaramála flugfreyja og flugþjóna. ASÍ hefur haldið því fram að kjör þessa starfsfólk séu of lág og hafa forsvarsmenn ASÍ hafa áður hvatt Íslendinga til að sniðganga Play. Deilurnar hafa meðal annars snúið að Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF), sem áður hét Íslenska flugmannafélagið. ASÍ skilgreinir ÍFF sem „gult stéttarfélag“ með beina tengingu við atvinnurekandann. Því hefur ÍFF mótmælt. Í gær sagði ASÍ frá því að stjórn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hefði neitað ÍFF um inngöngu vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagsins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play. Sjá einnig: Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið Harma ákvörðunina og halda baráttunni áfram Stjórn ÍFF segist harma þá ákvörðun stjórnar Norræna flutningamannasambandsins (NTF) að neita þeim um inngöngu og segist ætla að halda baráttu fyrir sína félagsmenn. Meðlimir ÍFF eru 81, samkvæmt svörum Vignis Arnar Guðnasonar, formanns, og Friðriki Má Ottesen, varaformanni, við fyrirspurn Kjarnans. Í svari við fyrirspurn Vísis um ákvörðun NTF segir stjórn ÍFF að þau harmi niðurstöðuna mjög. Á árum áður, fyrir gjaldþrot WOW air hafi ÍFF verið í NTF og í Evrópska- og Alþjóðlega flutningamannasamböndunum. „Á þessum árum átti Íslenska flugmannafélagið mjög farsælt samstarf við þessi sambönd og í gegnum þau sérstaklega góð samskipti við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) sem og önnur Norræn og evrópsk systurfélög,“ segir í svarinu. Þá segir að stjórn NTF hafi hafnað umsókn ÍFF vegna mótmæla Flugvirkjafélags Íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „ÍFF mun ekki leggja árar í bát og ætlar að halda áfram sinni stéttarfélags baráttu fyrir sína félagsmenn í hvívetna.“
Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play opnar útibú í Litháen Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október. 4. nóvember 2021 18:05 Lilja kemur frá Landsbankanum til Play Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play. 1. nóvember 2021 13:38 Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. 26. október 2021 10:07 Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. 25. október 2021 11:06 „Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Play opnar útibú í Litháen Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október. 4. nóvember 2021 18:05
Lilja kemur frá Landsbankanum til Play Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play. 1. nóvember 2021 13:38
Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. 26. október 2021 10:07
Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. 25. október 2021 11:06
„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39