ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2021 15:45 Pólskir hermenn bæta girðingu milli landamæra Póllands og Hvíta-Rússlands. EPA/LEONID SCHEGLOV Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. Rússar, bandamenn Lúkasjenka, leggja til að ESB greiði Hvítrússum peninga til að stöðva flæði fólks inn fyrir landamæri sambandsins. Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Flæði flótta- og farandfólks frá Hvíta-Rússlandi til Póllands, Litháen og Lettlands hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum. Að mestu er um unga menn að ræða en einnig eru konur og börn í hópunum, samkvæmt frétt BBC. Flestir eru frá Mið-Austurlöndum og Asíu. ESB hefur áður sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Fólkið hefur lýst því við fréttaritara BBC að hermenn hafi tekið af þeim símana og rekið þau að landamærunum. Hermenn eru einnig sagðir hafa skotið í loftið fyrir aftan þvöguna til að smala þeim áfram og ýta undir óþreyju. Minnst tvö þúsund manns eru við landamærin. Að mestu eru um unga menn að ræða en í hópnum eru einnig konur og börn.EPA/LEONID SCHEGLOV Einn viðmælandi miðilsins segir þau ekkert geta farið. Pólverjar komi í veg fyrir að þau fari áfram og Hvítrússar meini þeim að fara til baka. BBC segir framkvæmdastjórnina vera að skoða mögulegar refsiaðgerðir gegn ríkjum sem hafa verið að fljúga flóttafólki til Hvíta-Rússlands. Þar á meðal séu Sýrland, Íran, Rússland og nokkur Afríkuríki. Hér má sjá tíst blaðamanns Bild þar sem sjá má Kúrda frá Írak fara um borð í flugvél í Damascus í Sýrlandi, að virðist á leið til Hvíta-Rússlands. #NewsMap On November 7, up to 360 migrants - mostly men - traveled from #Damascus to #Minsk, using two A-320 of #Assad-related @ChamWings.They can be heard, speaking Kurdish in the video (like joking "Biji biji Kurdistan", before departing to #Belarus.https://t.co/N1MTAReeUR pic.twitter.com/K3vP36skqE— Julian Röpcke (@JulianRoepcke) November 9, 2021 Ráðamenn í Rússlandi hafa hrósað bandamönnum sínum í Hvíta-Rússlandi í hástert fyrir ábyrgð þeirra í tengslum við deilurnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í dag að Evrópusambandið greiddi Hvíta-Rússlandi peninga fyrir það að stöðva flæði flótta- og farandfólks til ESB. Þetta sagði Lavrov á blaðamannafundi í Moskvu í dag, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann til samkomulags ESB og Tyrklands frá árinu 2016. Þegar Tyrkir fengu greiðslur fyrir að stöðva flæði flótta- og farandfólks yfir Eyjahafið. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst ástandinu sem „óhefðbundni árás“ frá Hvíta-Rússlandi. Hann segir það í hag þjóðaröryggis Póllands að loka landamærunum en segir öryggi Evrópusambandsins í húfi. Morawiecki segir einnig að Pólverjar láti ekki ógna sér og Atlantshafsbandalagið og ESB standi við bakið á þeim. Sealing the polish border is our national interest. But today the stability and security of the entire EU is at stake. This hybrid attack of Lukashenko s regime is aimed at all of us. We will not be intimidated and will defend peace in Europe with our partners from NATO and EU.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) November 9, 2021 Pólland Hvíta-Rússland Evrópusambandið Flóttamenn Rússland Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19. október 2021 08:27 Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rússar, bandamenn Lúkasjenka, leggja til að ESB greiði Hvítrússum peninga til að stöðva flæði fólks inn fyrir landamæri sambandsins. Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Flæði flótta- og farandfólks frá Hvíta-Rússlandi til Póllands, Litháen og Lettlands hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum. Að mestu er um unga menn að ræða en einnig eru konur og börn í hópunum, samkvæmt frétt BBC. Flestir eru frá Mið-Austurlöndum og Asíu. ESB hefur áður sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Fólkið hefur lýst því við fréttaritara BBC að hermenn hafi tekið af þeim símana og rekið þau að landamærunum. Hermenn eru einnig sagðir hafa skotið í loftið fyrir aftan þvöguna til að smala þeim áfram og ýta undir óþreyju. Minnst tvö þúsund manns eru við landamærin. Að mestu eru um unga menn að ræða en í hópnum eru einnig konur og börn.EPA/LEONID SCHEGLOV Einn viðmælandi miðilsins segir þau ekkert geta farið. Pólverjar komi í veg fyrir að þau fari áfram og Hvítrússar meini þeim að fara til baka. BBC segir framkvæmdastjórnina vera að skoða mögulegar refsiaðgerðir gegn ríkjum sem hafa verið að fljúga flóttafólki til Hvíta-Rússlands. Þar á meðal séu Sýrland, Íran, Rússland og nokkur Afríkuríki. Hér má sjá tíst blaðamanns Bild þar sem sjá má Kúrda frá Írak fara um borð í flugvél í Damascus í Sýrlandi, að virðist á leið til Hvíta-Rússlands. #NewsMap On November 7, up to 360 migrants - mostly men - traveled from #Damascus to #Minsk, using two A-320 of #Assad-related @ChamWings.They can be heard, speaking Kurdish in the video (like joking "Biji biji Kurdistan", before departing to #Belarus.https://t.co/N1MTAReeUR pic.twitter.com/K3vP36skqE— Julian Röpcke (@JulianRoepcke) November 9, 2021 Ráðamenn í Rússlandi hafa hrósað bandamönnum sínum í Hvíta-Rússlandi í hástert fyrir ábyrgð þeirra í tengslum við deilurnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í dag að Evrópusambandið greiddi Hvíta-Rússlandi peninga fyrir það að stöðva flæði flótta- og farandfólks til ESB. Þetta sagði Lavrov á blaðamannafundi í Moskvu í dag, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann til samkomulags ESB og Tyrklands frá árinu 2016. Þegar Tyrkir fengu greiðslur fyrir að stöðva flæði flótta- og farandfólks yfir Eyjahafið. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst ástandinu sem „óhefðbundni árás“ frá Hvíta-Rússlandi. Hann segir það í hag þjóðaröryggis Póllands að loka landamærunum en segir öryggi Evrópusambandsins í húfi. Morawiecki segir einnig að Pólverjar láti ekki ógna sér og Atlantshafsbandalagið og ESB standi við bakið á þeim. Sealing the polish border is our national interest. But today the stability and security of the entire EU is at stake. This hybrid attack of Lukashenko s regime is aimed at all of us. We will not be intimidated and will defend peace in Europe with our partners from NATO and EU.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) November 9, 2021
Pólland Hvíta-Rússland Evrópusambandið Flóttamenn Rússland Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19. október 2021 08:27 Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52
Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19. október 2021 08:27
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05