Eimskip hagnast um 5,6 milljarða við krefjandi aðstæður Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2021 16:42 Rekstur Eimskips hefur verið góður það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Hagnaður Eimskips nam 36,9 milljónum evra, eða um 5,6 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 3,7 milljónir evra fyrir sama tímabil í fyrra. Þar af hagnaðist félagið um 20,7 milljónir evra á þriðja ársfjórungi 2021, eða um 3,12 milljarða íslenskra króna. Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“ Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Tekjur námu 628,0 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu um 135,3 milljónir evra eða 27,5% milli ára. Eimskip hefur fundið fyrir verulegri aukningu í kostnaði á þriðja ársfjórðungi vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja fyrir hönd viðskiptavina. Alls nam aðlagaður kostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 545,2 milljónum evra sem er hækkun um 99,3 milljónir evra milli tímabila. Skýrist aukningin að mestu af auknum umsvifum og kostnaði tengdum flutningsbirgjum. Aðlöguð EBITDA var 82,8 milljónir evra á síðustu þremur ársfjórðungum samanborið við 46,7 milljónir evra árið áður, sem er aukning um 36,1 milljón evra. Aðlagað EBIT nam 45,8 milljónum evra samanborið við 13,9 milljónir evra fyrir sama tímabil síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Eimskips. Verðhækkanir leitt til aukningar í sölutekjum Að sögn stjórnenda hefur félagið sýnt góðan árangur í áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun á síðasta ársfjórðungi, meðal annars vegna hagstæðra markaðstæðna á alþjóðavísu. Áframhaldandi sterkan árangur í gámasiglingum megi rekja til góðs magns, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. „Frábær árangur í alþjóðaflutningsmiðlun á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum sem og skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningamörkuðum,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að umtalsverðar verðhækkanir frá flutningsbirgjum hafi haft í för með sér samsvarandi aukningu í sölutekjum og metafkoma hafi verið í starfsemi Eimskips í Asíu á þriðja ársfjórðungi. Markaðsaðstæður reynst krefjandi „Ég er mjög ánægður með áframhaldandi sterkan rekstrarárangur á þriðja ársfjórðungi. Niðurstöðurnar einkennast af góðu framlagi frá bæði áætlunarsiglingum og flutningsmiðlun sem eru helstu drifkraftar bættrar afkomu. Þær óvenjulegu markaðsaðstæður sem hafa verið á alþjóðaflutningamörkuðum halda áfram að vera krefjandi og sem fyrr hafa þessar aðstæður bæði áhrif á tekjur og kostnað. Við teljum okkur þó vera farin að sjá fyrstu merki um stöðugleika í alþjóðlegum verðvísitölum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri fyrirtækisins. „Við áttum annan góðan ársfjórðung í gámasiglingakerfinu sem rekja má til góðrar magnþróunar, sérstaklega í útflutningi frá Íslandi og Trans-Atlantic flutningum, ásamt virkri tekjustýringu. Frystiflutningar í Noregi skiluðu einnig góðum árangri vegna góðrar nýtingar og betra jafnvægis í kerfinu. Í alþjóðaflutningsmiðluninni náðum við frábærum árangri á markaði sem einkennist af mjög háum alþjóða flutningsverðum ásamt skorðum á afkastagetu á alþjóðaflutningsmörkuðum. Þá er ég mjög ánægður að sjá metafkomu í fjórðungnum af starfseminni okkar í Asíu.“
Kauphöllin Skipaflutningar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira